Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1994, Blaðsíða 25
Bjarni Þór Óskarsson, hdl.
ÚRRÆÐI FYRIRTÆKJA í VERULEGUM
FJÁRHAGSERFIÐLEIKUM.
1.Inngangur
Grein þessi er byggð á fyrirlestri sem haldinn var
19. nóvember s.l. á haustráðstefnu Félags löggiltra
endurskoðenda. Viðfangsefnið eru helstu úrræði
fyrirtækja sem eiga í verulegum fjárhagserfiðleik-
um. Er þar fyrst og fremst litið til aðgerða sem sér-
staklega eru heimilaðar af dómstólum, það er
greiðslustöðvun og tilraun til nauðasamnings. Rétt-
arreglurnar um þessi úrræði eru í lögum nr. 21/1991
um gjaldþrotaskipti o.fl.
Reglur fyrrnefndra laga um gjaldþrotaskipti o.fl.
gera ráð fyrir því að fyrirtæki sem þannig er komið
fyrir, að ekki verði séð að það geti staðið við fjár-
skuldbindingar sínar, eftir því sem þær falla í gjald-
daga, sé skylt að gefa upp til gjaldþrotaskipta, sbr.
64. gr. laganna. Þetta er þó ekki skylt ef sennilegt
verður talið að þessir greiðsluörðugleika líði hjá
innan skamms tíma. Lögin gefa reyndar enga vís-
bendingu um það hvað þessi tími má vera langur,
það verður því að meta í hverju tilfelli. Þessi skylda
er þó aðeins til staðar að aðilar séu bókhaldsskyldir.
Sé þessari lagaskyldu ekki fullnægt gæti það valdið
stjómendum fyrirtækisins bæði refsi- og bóta á-
byrgð, enda þótt lítt hafi reynt á þá ábyrgð fram að
þessu hérlendis.
2. Aðgerðir án atbeina dómstóla:
Fyrstu hugmyndir þeirra sem eiga í fjárhagserfið-
leikum snúast trúlega um útvegun nýs fjármagns,
eða að semja um lengri gjaldfrest á skuldbindingum
sínum. Ég mun ekki eyða miklum tíma í þessi atriði,
en tel þó rétt að minnast á þau stuttlega. Þannig gæti
komið til skoðunar að fá aukið hlutafé, eða sam-
bærilegar innborganir í fyrirtæki sem ekki eru rekin
sem hlutafélög. Hlutafélagalögin gera reyndar
einnig ráð fyrir því að mögulegt sé að taka lán þar
sem kröfuhöfum sé heimilt að breyta kröfum sínum
í hlutafé síðar, en það er sjálfstætt umfjöllunarefni
sem ekki verður frekar vikið að. Skuldbreytingar
hvers konar gætu einnig falið í sér lausn, helst þó að
sjálfsögðu með þeim hætti að gjaldfrestur yrði veitt-
ur, eða hann lengdur. Þá mætti einnig hugsa sér
breytingu á venjulegu lánsfé í víkjandi lán eða lán
með skilyrtri endurgreiðslu. Hér er rétt að staldra
aðeins við og gera grein fyrir báðum þessum hug-
tökum, en nokkurar ónákvæmni virðist oft gæta, um
það hvað er átt við í þessum tilfellum. Lán er víkj-
andi ef greiðsluskylda víkur fyrir greiðslum til ann-
ara kröfuhafa, ýmist aðeins sumra eða allra, við
gjaldþrotaskipti. Þessi skilningur á sér stoð í 4. tl.
114. gr. 1. 21/1991. Lán með skilyrtri endugreiðslu
er aftur á móti lán sem ekki á að greiða af, nema að
uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Þau skilyrði geta
verið margvísleg, s.s. að hagnaður sé af rekstri,
velta fari yfir ákveðið lágmark, að áður hafi verið
greitt af tilteknum skuldbindingum o.s.frv. Lán get-
ur hæglega verið bæði víkjandi og með skilyrtri
endurgreiðslu. Hvort tveggja getur orðið til þess að
greiða fyrir því að greiðslufrestur fáist hjá öðrum
lánardrottnum, eða að nýtt fjármagn fáist að láni.
Um nýtt lánsfé tel ég ekki ástæðu til að hafa
mörg orð, en auðvitað getur oft falist lausn með því.
Hér má þó benda á framansagt um víkjandi lán og
lán með skilyrtri endurgreiðslu, en slíkt lánsfé getur
greitt verulega fyrir skuldbreytingum, söfnun nýs
lánsfjár eða hlutafjár.
Frjálsir samningar við lánardrottna um lækkun
krafna er oft það sem dugir. Þar gildir að sjálfsögðu
samningafrelsið, enda mönnum almennt jafn heimilt
að gefa eignir sínar og að njóta þeirra með öðrum
hætti, enda segir máltækið að sælla sé að gefa en
þiggja, þótt þeirrar sælu sjáist reyndar sjaldan merki
við þessar aðstæður. Hér skiptir oftast miklu að
jafnræðis sé gætt með kröfuhöfum og að réttar upp-
25