Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1994, Qupperneq 30

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1994, Qupperneq 30
sem boðnar eru. Verður að telja að vöntun á reikni- reglum í lögunum leiði til þessarar niðurstöðu. Um heimildir skuldara til greiðslu skulda, stofn- unar nýrra fjárskuldbindinga og ráðstöfunar réttinda gilda að mestu sömu reglur og getið var hér að framan unr greiðslustöðvunina. 4. Lokaorð Helsta niðurstaðan af framansögðu er sú að fyrir- tæki sem eiga í verulegum greiðsluerfiðleikum eigi ýmsar leiðir til að treysta rekstur sinn. Greiðslu- stöðvun og nauðasamningstilraunir eru oft mjög fýsilegur kostur, enda gefst þá tóm til að vinna í málefnum fyrirtækjanna, vegna lagaákvæða sem tryggja nokkurn frið fyrir innheimtuaðgerðum lán- ardrottna. Það er hins vegar alls ekki sama hvor leiðin er valin, heldur þarf að meta það í hverju tilviki. Undirbúningur er einnig nokkuð misjafna eftir því hvor leiðin er farin. Greiðslustöðvun er hentug þegar skjótra aðgerða er þörf, hins vegar verður að gæta að því að skilyrði til að fá greiðslu- stöðvun eru þrengri en til að fá heimild til að leita nauðasamnings, sbr. framansagt að ekki ber að veita greiðslustöðvun fyrirtækjum sem þegar ber að gefa upp til gjaldþrotaskipta. Undirbúningur nauðasamn- ingstilrauna krefst hins vegar nokkurs tíma, auk þess sem þá þarf að leita meðmæla hjá fjórðungi kröfuhafa. Báðum leiðunum er það svo sammerkt að þær hljóta alltaf að vera nokkuð kostnaðarsamar. 30

x

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda
https://timarit.is/publication/1258

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.