Ráðunautafundur - 11.02.1984, Page 12
4
Folöldin: Vöxtur folaldanna var meiri árið 1981 en 1983 (2. tafla og 1.
mynd). Raunhæfur munur var á vexti (P<0,01) og lokaþunga (P<0,001)
folaldanna milli beitarþunga (3. tafla). Folöldin þyngdust mest á lltið
beitta landinu en minnst á þvl mikið beitta, en munurinn var lítill
seinna árið (1. mynd) og ekki raunhæfur (P>0,05) (4. tafla).
Hámarksvexti virðist ekk-i hafa verið náð I lltið beitta hólfinu, þannig
að reikna má með meiri þyngingu hjá folöldunum, ef minna er beitt. Sést
þetta I 5. töflu, þar sem bornir eru saman hallastuðlar (b) beinnar línu
aðhvarfsllkinga fyrir samband þungabreytinga á fæti (g/grip/dag) og
hversu mikið er beitt (gripur/ha eða gripir/tonn gróðurs). Halli
vaxtarllnunnar breytist ekki raunhæft (P>0,05) við það að minnsta beitin
er tekin úr likingunni. Ef hallinn ykist við það, þá mætti reikna með
að samband vaxtar og beitarþunga við minnstu beitina væri eftir láréttri
llnu, en þá væri oiginn ávinningur af þvl að létta beitina enn frekar.
Prif folaldanna borin saman við beitarþunga má sjá á 2. nynd, en
þar sést greinilega munur milli ára bæði að þvl er varðar vöxtinn á grip
og á hektara.
í 6. töflu má sjá annarar gráðu aðhvarfsllkingar fyrir samspil
þungabreytinga á fæti (kg/gripur/ha) og hversu mikil beitin er
(gripur/ha eða gripir/tonn gróðurs). Hjá merunum og folöldunum kemur I
ljós að llnurnar eru mjög ólíkar eftir þvl hvort reiknaS er út frá
beitarþunga eða beitarálagi. Aftur á móti eru þær nokkuS svipaðar fyrir
merar og folöld hvort árið fyrir sig, þó þær séu óllkar milli ára.
Fullorðnu hrossin: Ef litiS er á lokaþunga hrossanna I tilrauninni þar
sem eingöngu var beitt fullorðnum hrossum (7. tafla) sést að raunhæfur
munur er á milli beitarþunga (P<0,001) enda sést I 1. töflu aS mjög
nærri landinu var gengið I mikið beitta hólfinu. Eins og merarnar
gerðu, þá lögðu hestarnir af I lok beitartímans, þannig að vaxtarhraöinn
(g/hest/dag) er óeðlilegur hjá hestunum I mikið beitta hólfinu.