Ráðunautafundur - 11.02.1984, Síða 22
14
RÁÐUNAUTAFUNDUR 1984
BEITARTILRAUNIR í SKÖGLENDI
Ingvi Þorsteinsson
JÓn Loftsson
Ólafur Guðmundsson
1. Inngangur
, , , , 2
Skogur og kjarrlendi her a landi er nu aðeins um 1250 km að flatar-
máli,og er aðeins um fimmtungur skógarleifanna friðaður. Úttekt sem Skóg-
rækt ríkisins gerði fyrir nokkrum árum leiddi i ljós, að á um 32% skóg-
lendisins er trjágróður í framför, um 42% í jafnvmgi og um 26% i afturför.
Þetta er ekki glæsileg útkoma, en engu að siöur er mikill hluti skóglendis-
ins enn gróskumesti hluti náttúrulegs gróðurs i landinu. Mælingar hafa leitt
i ljós,að botngróður skóglendisins gefur að meðaltali 2,5 sinnum meira upp-
skerumagn en önnur gróðurlendi, og sé ársvöxtur trjánna meðtalinn, er upp-
skeran fimm sinnum meiri. Ársvöxtur ýmissa innfluttra trjátegunda er oröinn
miklu meiri.
Frá beitarsjónarmiði er gæðamunur á skóglendi og skóglausum úthaga
ekki aðeins fólginn i uppskerumagni, heldur einnig gróöurfari eða tegunda-
samsetningu. Beit hefur viða gerbreytt gróðurfari úthagans á þann veg, að
hann er oröinn snauður af góðum beitarplöntum. Þetta sést með samanburði við
skóglendi og önnur gróðurlendi, sem hafa veriö friðuð eða hóflega beitt.
Árið 1980 hófu Rannsóknastofnun landbúnaðarins og Skógrækt rikisins
sameiginlega beitartilraun með sauðfé i Hallormsstaöaskógi, einu fallegasta
og gróskumesta skóglendi landsins, i þeim tilgangi að kanna beitarþol gróðurs,
sem hefur þróast án beitar. Fyrstu niöurstöður þessara rannsókna voru birtar
i Ársriti Skógræktarfélags íslands 1983 (I. Þorsteinsson, J. Loftsson og
Ó. Guömundsson, 1983).
Sumurin 1982 og 1983 var gerð tilraun með fjárbeit í skóglendi á
Stálpastöðum i Skorradal, sem hefur verið friðað og plantað i siðan um 1950
i þeim tilgangi að kanna framleiðslugetu fjárins á nægu landrými og úrvals-
gróðri (I. Þorsteinsson, S. Þorgeirsson og S. Sch. Thorsteinsson, 1982).