Ráðunautafundur - 11.02.1984, Síða 23
15
2. Tilraunin á Hallormsstað
2. 1 Tilgangur og fyrirkomulag
Tilgangur tilraunarinnar er í meginatriðum að rannsaka:
a) Lostætni skógargróðurs fyrir sauðfé á sumarbeit og næringargildi
gróðursins.
b) Beitarþol, þ.e.a.s. hversu mikla beit þessi ósnortni gróður þolir,
hvaða plöntutegundir eru viðkvæmastar, hverjar þola beitina best
og hvaða breytingar verða á gróðurfari við mismunandi beitarþunga.
c) Tjón á trjágróðri af sumarbeit.
d) Þrif fjárins og vænleika.
Tilraunin var gerð í tveimur beitarhólfum i birkiskógi. Annað hólfið,
2,9 ha að stærð, átti að vera þungbeitt, en hitt hólfið, 3,3 ha að stærð,
átti að vera léttbeitt. Sumarið 1981 var það hólf stækkað um 3,1 ha.
Beitarþungi 1980-1983 er sýndur í 1. töflu. Til samanburðar má nefna,
að á meðalgóðum úthaga gæti hæfilegur beitarþungi verið 0,3 - 0,4 ær á ha.
Beitartími hefur að jafnaði verið frá byrjun júlí fram í miðjan
september.
1. tafla Tilraunafyrirkomulag
Hópur nr. StærÖ hólfs ha , Beitarþungi, 1980 1981 ær/ha 1982 1983
i 6,3n 0,91 0,68 0,79 0,63
2 2,9 2,07 1,72 1,72 1,63
3 OQ Gengur frjálst á úthaga
^Árið 1980 var stærðin 3,3 ha.
2.2 Tilraunalandið
Tilraunalandið, sem er um 3 km norðaustan við Hallormsstað, var al-
friðað fyrir u.þ.b. 40 árum, en hafði notið takmarkaðrar friðunar í 35 ár
á undan. Það var þá skóglaust, en hefur síðan gróið upp af sjálfsdáðum, og
er þar nú hinn vöxtulegasti birkiskógur, allt að 7-8 m að hæð. Gróðurfar
er fjölbreytilegt og tegundafjöldi mikill, eins og 2. tafla ber með sér.