Ráðunautafundur - 11.02.1984, Page 25
17
Gróður utan Hallormsstaðaskógar hefur mikið látið á sjá vegna beitar
og einkennist af lélegum beitarplöntum, svo sem þurskaskeggi, sem þar er
víða ríkjandi, gisnum gróðri og litlu uppskerumagni. Uppskera botngróðurs
á tilraunasvæðinu í skóginum var á fyrsta ári tilraunarinnar að meðaltali
um 2,5 tonn þurrefnis á hektara, en um 0,4 tonn á mólendi utan skógarins.
2.3 Rannsóknaaðferðir
í þvi skyni að fylgjast með áhrifum beitarinnar á gróðurfar voru settir
í tilraunalandið 120 fastir mælingastaöir eða rammar, 40x40 cm að stærð.
Gróðurþekja í römmunum er mæld tvisvar á hverju ári, við upphaf tilraunar
að vori og í lok tilraunar að hausti, og jafnoft hefur hver rammi verið
1jósmyndaður.
VÍðs vegar um beitarhólfin voru sett upp lítil búr, 1,0 x 0,5 m að
flatarmáli, þar sem gróður er alfriöaður fyrir beit.
Trjáskemmdir voru kannaðar á þann hátt,að valin voru af handahófi tré
víðs vegar um beitarhólfin og skemmdir metnar á fimm næstu trjám útfrá þeim.
Sumurin 1981 og 1982 var plöntuval kannað vikulega með hálsopsám.
Sýnin voru ein'nig notuð til ákvöröunar á næringargildi hins bitna gróðurs.
Til samanburðar voru sams konar rannsóknir gerðar á fjórum öðrum stöðum á
Héraöi: 1 12 ára gömlum lerkiskógi á Víðivöllum, í valllendisgirðingu á
Skriöuklaustri og í tveimur hálendisgirðingum í um 500 m hæð á Fljótsdals-
heiði; við Bessastaðaá og á Grenisöldu. Úrvinnslu gagna frá þeim svæðum er
ekki lokiö.
Féð hefur verið vigtað við innsetningu á vorin, tvisvar um sumariö og
í lok tilraunar á haustin. Jafnoft hefur uppskera verið mæld til þess að
afla vitneskju um það fóðurmagn, sem fénu hefur staðið til boða.
2.4 Niðurstöður
2.4.1 Áhrif beitar á gróður
Vegna langvarandi friðunar má gera ráð fyrir,að gróðurfar Hallorms-
staðaskógar sé í jafnvægi við ríkjandi veðurfarsskilyrði, eins og gróður
landsins var við upphaf landnáms. En þetta hefur í för með sér, að gróðurinn
er viðkvæmur fyrir beit. Ýmsar tegundir þola hana illa og hverfa úr landinu,
jafnvel við það sem kallað myndi hófleg beit á úthaga. Við höfum litla
vitneskju um það hér á landi hversu mikla beit slíkt land þolir og hversu