Ráðunautafundur - 11.02.1984, Side 27
19
3. tafla Þekja (%) nokkurra plöntutegunda og flokka viö upphaf
beitartíma 1980, 1981 og 1982
TEGUNDIR ÞUNGBEITT HÓLF LÉTTBEITT HÓLF
1980 1981 1982 1980 1981 1982
Tvíkímblaða jurtir 16,7 14,1 10,7 14,4 12,7 8,3
Grös 21,4 14,0 33,9 27,7 12,9 34,0
Bláberjalyng 12,1 10,9 9,4 7,4 6,6 6,2
Elftingar 19,5 12,4 1,5 19,7 9,7 9,7
Mosi 10,7 13,1 10,9 14,1 15,0 15,7
2.4.2 Plöntuval
1. og 2. mynd sýna hlutfallið milli jurtkenndra og trjákenndra tegunda
í fóöri hálsopsánna í Hallormsstaðaskógi 1981 og 1982, en því miður var ekki
unnt að rannsaka plöntuval og næringargildi gróðursins fyrsta sumariö,
þegar úrval plantna var mest.
Sumariö 1981 var að jafnaði meira en helmingur af fóðrinu trjákenndar
plöntur og þegar komið var framyfir miðjan ágúst jókst hlutdeild þeirra enn
í fóörinu, samtímis því sem hlutdeild jurta fór minnkandi. Sumarið eftir
snerist þetta við og þá voru jurtir yfirleitt meiri hluti af fóðrinu framyfir
miðjan ágúst, enda oröið minna framboð af trjákenndum tegundum.
Af trjákenndum tegundum var mest af laufi og ársprotum af birki
og bláberjalyngi í fóðrinu. VÍðir var svo mikið bitinn,að honum var nærri
útrýmt þegar á fyrsta ári tilraunarinnar, svo að lítið var eftir af honum
síðari sumurin. Það kemur á óvart hversu mikiö féð sótti í bláberjalyng,
og er það ekki í samræmi við eldri rannsóknir.
Til samanburðar við plöntuvalið í skóginum er á 3. og 4 mynd sýnd
hlutföll milli jurta og trjákennds gróðurs í fóðrinu við Bessastaðaá á
Fljótsdalsheiði 1981-1982. Gróður á þessum stað er dæmigerður fyrir íslenskan
hálendisgróður í svipaðri hæð og fábreyttari og gróskuminni en í skóginum.
Aðalgróðurfélög í tilraunagirðingunni eru stinnastararmói, melagróöur,
stinnastararmýri og fífuflói. Vaxtartími plantna er 3-4 vikum skemmri á
heiðinni en á Hallormsstað. Plöntuvalið er með svipuðum hætti og venja hefur
verið í eldri rannsóknum á úthaga hérlendis. Meginuppistaðan í fóðrinu eru
jurtir, en hlutdeild trjákennds gróðurs, sem þarna er nær eingöngu loðvíðir,
er miklu lægri.