Ráðunautafundur - 11.02.1984, Síða 30
22
2.4.3 Vænleiki og þrif fjárins
1 tilraunina voru notaöar tvílembur frá Tilraunastöðinni á Skriðu-
klaustri. Við skiptingu í tilraunahópa var tekið tillit til kyns, aldurs
og þunga lambanna og hending látin ráða hvaða tilraunameðferð hver hópur
fékk. Við uppgjör var beitt aðferð minnstu kvaðrata (Harvey, 1976).
1. tafla sýnir fyrirkomulag tilraunarinnar, og eins og sést
þar, var beitarþungi breytilegur milli ára, bæði vegna ofmats á beitarþoli
skógarins við upphaf tilraunarinnar og einnig vegna þess, að erfiðlega gekk
að hemja sumar ærnar í tilrauninni, þegar líða tók á sumarið.
Almennt má segja, að féð hafi þrifist verr en reiknað hafði verið með.
Þrif ánna voru misjöfn milli ára, þannig að í stað þess að þyngjast mest
fyrri hluta tilraunatímans og minna seinni hlutann, kom fyrir, að þetta var
öfugt, og einnig kom fyrir eitt árið, að æmar í þungbeitta hólfinu í skóg-
inum voru léttari við lok beitarinnar en við upphaf hennar.
Lokaþungi ánna er sýndur í 4. töflu. Erfitt er að bera saman mun milli
ára vegna breytilegs beitarþunga. Aftur á móti er marktækur munur (P< 0,01)
milli tilraunahópa, þannig að lokaþunginn er nokkuð minni í þungbeitta
(2. hópur) hólfinu en í því léttbeitta (1. hópur), nema fyrsta árið. Enginn
munur er hins vegar á lokaþunga ánna í léttbeitta hólfinu (2. hópur) og
þeirra sem gengu frjálsar á úthaga (3. hópur), þegar litið er á öll árin
saman.
Vöxtur lambanna var góður yfir hásumarið, þ.e. yfir 300 g á dag, en
mjög dró úr vexti, þegar komið var fram í ágúst. Þá þyngdust öll lömbin að
meðaltali yfir 200 g/lamb/dag yfir allan beitartímann, eins og sést í
5. töflu, og er marktækur munur á milli hópa(p< 0,001). Munurinn á þrifum
lambanna,sem gengu á þungbeitta landinu (2. hópur) og þeirra, sem gengu á
þvi léttbeitta (1. hópur), er þó aðallega sá,að fyrr dregur úr vexti þeirra,
sem voru á því þungbeitta.
í svo til öllum beitartilraunum hér á landi þar sem sumarvöxtur lamba
hefur verið rannsakaður, hafa svipuð áhrif komið fram (Ó. Guðmundsson, 1981a,
b), og þetta styður því enn frekar þá kenningu,að í flestum árum beri að taka
lömb af úthaga upp úr miðjum ágúst og setja þau á betra beitiland, hafi þau
gengið á sama úthaganum allt sumarið.
Allt virðist benda til,að fóðurgildi beitarinnar í skóginum hafi lækkað
svo upp úr miðju sumri, að það fullnægi ekki þörfum til hámarksvaxtar hjá
lömbum. Um þetta leyti má búast við, að einnig hafi dregið verulega úr