Ráðunautafundur - 11.02.1984, Side 31
23
mjólkurgetu ánna auk þess sem þær eru búnar að velja þaö besta úr beitinni
fyrr um sumarið, þannig að fjölbreytni í fæðuvali hefur minnkað, og sá gróður,
sem er eftir, er næringarsnauðari.
Niðurstöður úr fóðurgildisrannsóknum á hálsopssýnum úr skógimmn 1981
og 1982 (5. mynd) virðist styðja þetta enn frekar. Meltanleikinn lækkar í
sýnum úr skóginum úr tæplega 70 prósentum við upphaf beitarinnar og niður í
tæplega 50 prósent í september, sem svarar til um 0,3 FE lækkunar á hvert kg
gróðurs. Það er athyglisvert, að 1982 virðist meltanleikinn í völdum gróðri
aukast aftur eftir að féð var tekið úr tilrauninni. Við Bessastaðaá lækkar
meltanleiki ekki að marki (6. mynd).
Próteinmælingum er ekki lokið á sýnunum frá 1982, en sximarið 1981
lækkar próteininnihaldið stöðugt í þeim gróðri, sem ærnar vðldu, eftir því
sem leið á beitartímann og var jafnvel komið niður að eða niður fyrir það
sem telja má lágmark fyrir góðan vöxt hjá lömbum snemma í ágúst (7. mynd).
Lömbin njóta þess aftur á móti, að líklega hefur ekki dregið verulega úr
mjólkurframleiðslu ánna á þessum tíma, en strax og það skeður, dregur úr
vexti þeirra. ÞÓ skal tekið fram, að lítið er vitað um síðasttöldu atriðin
hér á landi og þarf að kanna þau betur.
Sé litið á lokaþunga tilraunalambanna á fæti (5. tafla) kemur í ljós,
að lömb á léttri skógarbeit (1. hópur) eru jafnþung og lömb, sem gengu
frjáls á úthaga (3. hópur), en lömbin á mikið bitna skóglendinu (2. hópur)
eru nokkuö léttari. Þetta endurspeglast síðan í fallþunganum, en hann var
svipaður öll árin hjá lömbunum í 1. hópnum og lömbunum í 3. hópnum. Undan-
tekning er árið 1982, en þá var fallþunginn töluvert lakari hjá lömbunum,
sem beitt var hóflega i skóginn en hjá sambærilegum lömbum utan hans.
Munur í lokaþunga og fallþunga milli hópa var stærðfræðilega marktækur
(P 0,001), þegar öll árin eru tekin saman.
Kjöthlutfallið (5. tafla) er hæst hjá lörabunum, sem gengu frjáls á
úthaga .(3. hópur), nokkru lægra hjá skógarlömbunum, sem voru á léttri beit
(1. hópur) og lægst hjá lömbunum, sem gengu á mikið bitna landinu (2. hópur).
Eins og áður er getið var lambaþungi í skóginum minni en vænst hafði
verið, þó að hann sé ekki lakari hjá skógarlömbunum á þéttri beit (1. hópur)
en hjá sambærilegum lömgum sem gengu frjáls á úthaga (3. hópur).
Hafa ber í huga þegar skógarbeitin á Hallormsstaö er borin saman við
beit sambærilegs fjár á úthaga, að alla jafnan má reikna með eitthvað lakari
þrifum hjá fé, sem girt er af í litlum hólfum og truflað meira og minna allt
sumarið.