Ráðunautafundur - 11.02.1984, Síða 35
27
5. tafla, frh.
HÓpur nr. 1980 Ar, fjö 1981 ldi1) oq þrif 1982 1983 Öll ár
Fj- Meðalþ. Fj. Meðalþ. F j . Meöalþ. F j . Meðalþ. F j . Meðalþ.
Kj öthlutfall^ ^
i 6 37,7 6 41,5 10 37,0 6 39,1 28 38,8
2 10 37,3 10 37,4 10 38,4 8 38,4 38 37,9
3 16 41,0 17 39,0 16 40,6 16 40,1 65 40,2
Allir hópar 32 38,6 33 39,3 36 38,7 30 39,3 131 39,0
Fjöldi sem notaóur var i uppgjör. Afbrigðilegum lömbum sleppt.
2)
Leiðrett fyrir kyni lamba
3)
Leiðrett fyrir kyni og upphafsþunga lamba
3. Fjárbeit í Stálpastaðaskógi sumurin 1982 og 1983.
Sigurgeir Þorgeirsson og Stefán Sch. Thorsteinsson
Sumurin 1982 og 1983 veitti Ágúst Ámason, skógarvörður í Skorradal,
leyfi til að beita 12 tvílembum frá Fjárræktarbúinu á Hesti í skógræktar-
girðinguna á Stálpastöðum. Tilgangurinn var sá að gera samanburð á afurðum
sauðfjár, sem gengur í opnu heimalandi og á afrétti annars vegar og í friðuðu
skóglendi hins vegar (I. Þorsteinsson, S. Þorgeirsson og S. Sch. Thorsteinsson,
1983). Skógræktargirðingin á Stálpastööum er um 160 hektarar að stærð og hefur
verið friðuð í um 30 ár. Þar hefur verið plantað fjölmörgum trjátegundum og
einnig lúpínu, sem breiðst hefur út og myndar nú stórar breiður, en auk þess
er hinn innlendi jurtagróður einkar fjölbreyttur og gróskumikill vegna lang-
varandi friðunar. Á þessu gósenlandi var mjög rúmt um féð, um 0,075 lambær
á hektara. Heimalandið á Hesti og afréttarlandið er aftur á móti fremur rýrt
og þar er tiltölulega þröngt í högum.
Sumarið 1982 voru 4 flokkar í rannsókn þessari með 12 tvílembum í
hverjum flokki og jafnmörgum lömgum af hvoru kyni.
1. flokki var beitt í skóginn frá 9. júní til 19. september.
2. flokkur, samanburðarflokkur við 1. fl., gekk í heimalandi til
7. júlí, en eftir það á afrétti til 15. september.