Ráðunautafundur - 11.02.1984, Síða 37
29
Niðurstðður 1982 urðu eftirfarandi: Meðalfallþungi lamba,sem gengu
í skóginum allt sumarið,var 17,8 kg og kjöthlutfall (% af lifandi þunga) 44,3%.
Þyngsta fallið var af hrútlambi og vó það 23,0 kg. Hliðstæðar tölur í saman-
burðarflokknum voru 13,2 kg og 39,6%, þannig að hver tvílemba x skóginum
skilaði að meðaltali 9,3 kg eða 35% meira kjöti en sambærilegar ær, sem gengu
í heimalandi og á afrétti.
Árangur af síðsumarbeit í skóginum var mun lakari. Meðalfallþungi lamb-
anna, sem hleypt var í skóginn 4. ágúst var 13,1 kg og kjöthlutfall 42,3%, en
lömb í þeim samanburðarfl. (á Hesti) vógu hins vegar aðeins 11,8 kg og höfðu
kjöthlutfall 39,6%. Vaxtarskilyrði þessara lamba voru mjög slæm fyrri hluta
sumarsins vegna landþrengsla og einhæfs gróðurs, og má ætla, að það hafi
hamlað eðlilegum vexti siðsumars, jafnvel i "gósenlandinu" á Stálpastöðum.
Árið 1983 var fallþungi hrútlamba úr skóginum svipaður og árið áður,
19,01. Hins vegar voru samanburðarlömbin 1983 með 2,08 kg þyngra fall, þannig
að munur á skógar- og úthagabeit var um 3,63 kg eða 7,26 kg eftir tvilembu
með tvo hrúta. Þyngsta falliö var 23,7 kg.
Sérstaka athygli vekur hin háa kjötprósenta skógarlambanna. Ennfremur
skal þess getið, að fitusöfnun þeirra var tiltölulega minni, þegar tekið er
tillit til vænleika þeirra.
HEIMXLDIR!
Guímundsson, óla£ur, 1961: Beitartllraunlr á afréttl. RáSunautafundur 1981, 1. hefti, bls. 61-74.
Guömundsson, Ólafur, 1981: Beitartilraunlr á úthaqa á láqlendi■ Ráöunautafundur 1981, 1. hefti, bls. 75-87.
Þorsteinsson, Ingvi, Sigurgeir Sorgeirsson og Stefán Soh. Thorsteinsson, 1982: Fjárbelt 1 skógl.
Ársrit Skógræktarfélags íslands, 1982, bls. 55.
Harvey, W.R., 1976: Mlxed model least-squares and maxlmum likelihood computer proqram. Ohio State
University.
Þorsteinsson, Ingvi, Jón Loftsson og Ólafur Guömundsson, 1983: Beitartllraun 1 Hallormsstaðaskóqi.
Ársrit Skógræktarfélags íslands, 1983, bls. 25-33.