Ráðunautafundur - 11.02.1984, Page 39
.31
banclum, enda voru stofnarnir beiskir. Undanfarin ár hafa ýmsir suðlægir
stofnar af sætri, einærri fóourlúplnu verið prófaðir hér á landi
(Arnalds o.fl. 1980, Arnalds og Bjamason 1981). Sá stofn sem best
reyndist og hægt var aS fá nægilegt fræ af var notaður 1 þeim tilraunum
sem hér er lýst.
Efni oq aSferSir.
GerSar voru I Gunnarsholti tvær tilraunir (tilraun I. og II.) meS
bötun lamba á lúpinu fyrir slátrun, par sem kál, há af rýgresi og byggi,
og áborin há af túni var notuð til samanburðar. TilraunafyrirkomulagiS
var flokkatilraun með tvo flokka I hvorri tilraun og 18-20 lömb í hvorum
flokk. Við skiptingu I tilraunaflokka var hending látin ráða I hvorn
flokkinn hvert lamb lenti.
Fyrri tilraunin hófst 3. sept. 1981 og var öSrum hðpnum (hóp A)
beitt I 25 daga á 0,9 hektara af einærri fóSurlúpinu Luoinus
anaustifolius cv. "Uniharvest", sem fengin var frá Vestur-Þýskalandi. Á
sama tima gekk samanburSarhópurinn (hópur B) á nokkrum hekturum af
fóSurkáli en hafSi auk bess aSgang aS endurvexti af rýgresi og byggi,
sem slegiS hafSi verið í ágúst.
Seinni tilraunin hófst 9. sept. 1983 og var öðrum hópnum (hóp A)
beitt í 35 daga á 2,4 hektara af samskonar lúpínu og hóp. A. I fyrri
tilrauninni. SamanburSarhópnum (hóp B) var á sama tlma beitt á 1,4 ha
af áborinni há á túni.
Lömbin I fyrri tilrauninni voru að meðaltali 107 daga gömul og I
seinni tilrauninni 115 daga gömul viS upphaf tilraunanna. Þau voru
vigtuS viS upphaf og lok tilraunanna og blóðsýni tekin úr þeim um leiS,
en auk pess voru lömbin 1 seinni tilrauninni vigtuð nálægt miSjum
tilraunatlmanum. Öll lömbin höfðu verið á há I viku til hálfan mánuS
áSur en tilraunirnar hófust.
Lúplnan var smituð meS rótarbaktrerlum og henni sáð I mal og var þá
borinn á hana steinefnaáburður, en I seinni tilrauninni fékk lúplnan auk
pess 20 kg N á ha. Gróðursýni voru efnagreind hjá Rannsóknastofnun
landbúnaSarins, en blóSsýni hjá TilraunastöS háskólans I meinafræSi að
Keldum.
Uppgjör á niSurstöSum var gert með aðferS minnstu kvaðrata (Harvey
1976).