Ráðunautafundur - 11.02.1984, Síða 40
32
NiSurstöður og álvktanir.
í fyrri tilrauninni var uppskera lúplnunnar, þegar beit hófst, um
40 prösent minni en af kálinu (1. tafla). Orsakimar má ef til vill að
einhverju leyti rekja til þess að bakteríusmitun lúplnufræsins tókst
ekki eins vel og best var á kosið. Þannig má nefna að sumar liiplnu-
plönturnar voru mjög ljósgranar en aðrar mikið dekkri. I lok tilraunar
I sást varla á kálinu að það hafði verið bitið, enda jókst uppskeran þar
um tæplega 60 prósent á tilraunatlmanum og á beitilandinu þar sem
rýgresið og byggið var, sem hópur B hafði líka aðgang að, var engin
munur á uppskeru við upphaf og lok tilraunarinnar.
í seinni tilrauninni var u^pskera lúplnunnar mjög léleg, enda
árferði mjög óheppilegt til lúplnuræktar, bæði blautt og kalt. Einnig
kcmu sveppir Pleiochaeta setosa á lúplnuna, en óvíst er hvort þeir
hafa dregið úr vexti hennar (Pálmason 1983). Þó uppskera lúplnunnar
(kg/ha), við upphaf beitar, hafi aðeins verið um 60 prósent af uppskeru
háarinnar höfðu lömbin I báðum hópunum aðgang að sambærilegu
þurrefnismagni gróðurs á þessum tlma (2. tafla).
Meltanleiki og þar með fóðurgildi lúplnunnar var miklu minna við
lok tilraunarinnar en I upphafi (1. og 2. tafla), mest vegna þess að
einungis stönglar voru eftir I lok tilraunarinnar. Þetta endurspeglast
greinilega I trénismagninu (2. tafla) og bendir einnig til þess að
lúplnan hafi vaxið minna en samanburðargróðurinn á tilraunatlmanum, enda
breyttist meltanleiki háarinnar og kálsins ekki og I tygginu og
rýgresinu jókst meltanleikinn um 10 prósentustig llklega vegna
endurvaxtar eftir slátt. Próteinið minnkar yfir beitartímann, en það er
alltaf minna I lúplnunni en samanburðargróðrinum. Athyglisvert er
hversu miklu minna prótein er I lúplnunni I seinni tilrauninni en þeirri
fyrri og virðast hér vera greinileg veðurfarsáhrif. öskumagnið er
töluvert meira I lúplnunni en hánni. Kalslum og þar af leiðandi kalslum
fosfór hlutfallið er einnig mikið hærra I lúplnunni en hánni (2.
tafla). Lítill munur er aftur á móti á kalslum I lúpínunni og kálinu
(1. tafla).
Niðurstöður blóðefnamælinga eru sýndar I 3. töflu. Hematokrit er
minna (P 0,05) I lömbunum sem gengu á káli, byggi og rýgresi en lúpínu,
enda er það þekkt að kálbeit getur valdið blóðleysi. MQIC, sem er
meðalhemoglobinmagn blóðkornanna, er minna (P < 0,01) I lömbunum á
lúplnunni en hánni. Glukosinn er einnig minni (P < 0,05) I blóði