Ráðunautafundur - 11.02.1984, Page 48
40
Sjökdómseinkennin voru oftast á sama veg. Kýrnar voru daufar,
máttlausar, misstu lystina, fyrst á fóðurbæti, og fengu skitu sem var
vatnsþunn og dökk en ekki blóðug. Þær geltust mjög mikið, allt niður I
2-3 desilítra. Plestar nýbærur og nokkrar sumar- og vorbærur fengu doða
og aðeins bar á krampadoða, en oftast var doðinn vægur.
Leitað var til yfirdýralæknis og Tilraunastöðvarinnar á Keldum til
að rannsaka veikindin en ekki fyrr en þau voru talsvert I rénum. Við
fórum tvær ferðir I Árnessýslu og bændur I Ásum i Gnúpverjahreppi og
Brúnastöðum í Hraungerðishreppi tóku sýni af gramfóðrinu til
nitratmælinga og annarra fóðurgildisákvarðana.
Pær kýr sem við skoðuðum voru með eðlilega hjartsláttartlðni og
hita, ef til vill nokkuð tlðan andardrátt og vambarhreyfingar voru innan
eðlilegra marka. Slímhúð var eðlileg. Blóðsýni voru tekin og blóðlitur
var eðlilegur og blóðrauði mældist einnig eðlilegur. Sumar kýmar voru
með vatnsþunna skitu, en flestar kýr sem fengið höfðu lyf fyrir meira en
hálfum sólarhring, voru læknaðar af skitunni. Engin kýr sem skoðuð var
lá I doða, en nokkrar voru risnar upp eftir lækningu & sama dægri.
Ekkert benti til nitrateitrunar I kúnum. Nitrat I granfóðri
reyndist mest I rýgresi en þó aðeins einn fimmti af þvl sem hættulegt
getur talist. Sums staðar var gangur veikinnar þannig, að ætla mátti að
hún væri smitsjúkdómur, en vegna þess að kálfar sem gengu með kúnum
veiktust ekki var talið frá að veikin væri smitandi.
Sumarið 1983 var kalt og votviðrasamt á Suður- og Vesturlandi og
fór gróðri seint fram, en sólfar jókst heldur I september og voru
dagarnir nokkuð hlýir. GremfÓður og há tóku þá vaxtarkipp. Gróðursýnin
bera það með sér þvl að þau eru orkurík og steinefnarýr og hafrar mjög
próteinsnauðir.
Gróðursýnin.
Tekin voru sýni úr höfrum, rýgresi og káli á Brúnastöðum !■
Hraungerðishreppi og Ásum I Gnúpverjahreppi 22. september 1983. Sýnin
voru tekin að morgni, um miðjan dag og að kvöldi og sett jafnskjótt I
frysti til að nitrat breyttist ekki I sýnunum. Meðalgildin eru sýnd I
töflu. Sýni af há var tekið á Bjólu I Djúpárhreppi 1 september 1983.
Borið var & túnið fyrir háarsprettuna. Kýr veiktust þegar þær voru
settar á þessa há.