Ráðunautafundur - 11.02.1984, Page 51
43
RÁÐUNAU TAFUNDUR 1984
SAUÐFJÁRBEIT OG HNÍSLASÓTT
Sigurður H. Richter og Matthías Eydal
Tilraunastöð Háskólans í meinafræði að Keldum
Hnísildýr í sauðfé eru einfruma dýr af ættkvislinni Eimeria. Þau
lifa í meltingarveginum, einkum mjógörn. Talsvert á annan tug hnísildýra-
tegunda eru þekktar £ sauðfé erlendis. Þær eru mjög hýsilbundnar, þ.e.
lifa aðeins í sauðfé eða náskyldum dýrum. Hér á landi eru greinilega
nokkrar Eimeria-tegundir í sauðfé, en ekki hefur verið nægilega rannsakað
hverjar þær eru. Það þyrfti þó að gera, því lifnaðarhættir hnisildýra-
tegunda eru ekki allir nákvæmlega eins og þær eru mis-skaðlegar.
Hnisildýrin eru smá, nálægt 1/100 úr millimetra í þvermál og þvi
ekki sjáanleg með berum augum. Lifsferill þeirra og æxlun er talsvert
flókin, en í stórum dráttum er ferilinn þessi: Þegar sauðfé bitur gras,
slæðast hnísildýrin ofan i það. Þau setjast að inni í þekjufrumum þarmanna
og fara að fjölga sér. Að lokum rifnar þekjufruman og dýrin dreifast út
til nálægra fruma. Þannig gengur þetta frumu úr frumu. Siðan mynda sumir
einfrumunganna um sig svonefndan þolhjúp, og i honum berast þeir út með
saur kindarinnar. Það er á þessu þolhjúpaða stigi, að einfrumungarnir
eru kallaðir hníslar, sem mun þýða litill bandhnykill. 1 þolhjúpnum geta
hnisildýrin lifað mánuði eða jafnvel ár, á beitilandinu. Berist hnisill
ofan i sauðkind, losnar hnisildýrið úr þolhjúpnum og sama sagan endurtekur
sig.
Þegar hnisildýrin eru að fjölga sér í þekjufrumum garnarinnar, geta
komið sár á þarmaveggi og blæðingar. Melting og næringarupptaka truflast
og séu mikil brögð að þessu veikist lambið og fær niðurgang. Sjúkdómdrinn
getur jafnvel dregið til dauða.
Hnislasótt er fyrst og fremst ungviðissjúkdómur. Þegar um sauðfé er
að ræða, eru það ung lömb sem eru viðkvæmust en siðan myndast talsvert
ónæmi. Ónæmi þetta verður þó aldrei algert, og þvi er alltaf eitthvað um
hnisildýr i fullorðnu sauðfé þó að það sé einkennalaust. Hve alvarlegur
sjúkdómurinn verður í lönbum fer fyrst og fremst eftir smitmagninu er þau
verða fyrir og hversu mikið ónæmi þau hafa myndað.
Sjúkdómsgreining fer fram á tvo vegu. 1 lömbum sem drepast,sjást sár
og blæöingar i þörmum og í þeim er mikið af hnísildýrum. Úr lifandi lömbum