Ráðunautafundur - 11.02.1984, Page 55
47
Tafla 2: Aðfelld meðaltðl (least squares) lífþunga, fallþunga og fall-
prósentu lamba úr Sðlvaholti (slátrað 21.9.) oq af Auðkúlu-
heiði (slátrað 15.9 ,) haustið 1983. Meðaltöl lifbunaa oa
fallþunga leiðrétt fyrir kyni og fjölda lamba undir á.
Fjöldi Lifþungi Fallþungi Fall
lamba kg kg %
Sölvaholt 14 30.6 10.7 35.5
Auðkúluheiði 20 32.2 12.7 39.4
þrifist álíka vel á báðum beitilöndunum. Að vísu var þessi tilraun aðeins
framkvsemd einu sinni, með fáum lömbum og ekki liggja allar niðurstöður enn
fyrir, en hún gefur þá vísbendingu, að hníslar á sumarbeit geti dregið
talsvert úr þrifum lamba þar.
Enda þótt lömbin virðist að miklu leyti laus við hníslasmit á afrétti,
þá bíöur þeirra oftast mikið hníslasmit er þau koma í heimahaga síðla sumars
eða'að haustinu. Einnig getur verið að lítil ónæmisörvun á afrétti hafi þau
áhrif að ónæmi þeirra hafi eitthvað dvínað, a.m.k. hefur það komið í ljós
hér á landi, að sóttin getur tekið sig upp á ný er þau koma af fjalli.
Þarna standa lömb úr heimahögunum ef til vill betur að vígi en það hefur þó
ekki verið rannsakað. Tilraun til að rannsaka áhrif hnísildýra á lömb er
komu af afrétti á þrönga túnbeit var framkvæmd í samvinnu við Rannsóknar-
stofnun landbúnaðarins á Tilraunabúinu að Hesti, 1981 (Richter o.fl. 1982).
Ormasýkingum í þessari tilraun var haldið að mestu í skefjum með orma-
lyfjum, og gróður á túnhólfunum var mjög sambærilegur hvað snerti magn,
orku og efnainnihald. í tilrauninni kom aftur á móti greinilega í ljós
að aukin hnislasýking (Tafla 3) og verri þrif (Tafla 4) fóru saman.
Hnislafjöldi jókst verulega i þeim lömbum er komu á tún þar sem fé hafði
gengið fyrr um sumarið, og þrif þeirra lamba voru léleg, (Hópar XI og III),
en þau lömb er komu á tún þar sem fé hafði ekki gengið i ei.tt ár voru með
mun minna af hnislum og þrifust talsvert betur (Hópur I). Væri hnisla-.
sóttinni haldið í skefjum með lyfjum (monensin), jafnvel þótt smit væri
á túninu, þrifust lömbin einnig betur (Hópur IV). Enda þótt þessi tilraun
hafi aðeins verið gerð einu sinni, þá benda þessar tölur eindregið til
að verulega geti dregið úr þrifum afréttarlamba að koma á land mengað
hnislasmiti á haustin. Það er þvi mikilvægt að haustbeit lamba, ekki
siður en vorbeit, sé á landi þar sem sauðfé hefur ekki gengið i eitt ár.
Slik varúðarráðstöfun dregur lika mjög úr ormasmiti og ef til vill fleiri
sjúkdómum. Þess eru dæmi hér á landi að lambadauöi á haustbeit hafi