Ráðunautafundur - 11.02.1984, Page 57
49
haust, um svipað leyti og vor- og hausthníslasóttin er í lömbunum
(Richter 1974). Enda þótt ekki hafi verið sýnt fram á hér á landi, að
hníslasótt hafi áhrif á fullorðið fé, er þó ekki hægt að útiloka að hún
dragi eitthvað úr þrifum þess.
Helstu niðurstöður þessa yfirlits eru því þessar: Hnislasótt dregur
verulega úr þrifum lamba nokkrum vikum eftir burð í hníslamenguðum heima-
haga. Hún dregur sennilega einnig úr þriftun lamba á sumarbeit í hnísla-
menguðum úthaga eða heimahaga, en miklu síður á afrétti þar sem hnísla-
mengun er líklega miklu minni. Loks dregur hún úr þrifum afréttarlamba
er koma í hníslamengaða heimahaga á haustin. Eftir það dvina áhrif hennar.
Helstu ráðin til að fyrirbyggja hníslasótt eru að beita lömbum,
einkum vor og haust, á land þar sem sauðfé hefur ekki gengið síðastliðið
ár. Land þetta má hafa verið notað til hrossa eða nautgripabeitar.
Þessar aðgerðir draga einnig mjög úr ormasmiti, sem sýnt hefur verið fram
á að dregur verulega úr þrifum lamba (t.d. Richter o.fl. 1981). Oft getur
verið erfitt að koma þannig beitarskiptum við, en sé það hægt, má telja
vist að árangurinn kemur fram i bættum þrifum sauðfjár, nautgripa og/eða
hrossa sem taka þátt i slikum beitarskiptum.
Helstu heimildir:
Richter, S.H. 1974. Snikjudýr i sauðfé á íslandi. ísl. landbúnaðar-
rannsóknir, 1-2, 6. árg. bls. 3-22.
Richter, S.H., 1976. Parasites in sheep and cattle in Iceland. A
preliminary report on the study of parasites in the Utilization
and Conservation of Grassland Resources in Iceland Project (UNDP/FAO
ICE 73/003) and on the Icelandic part of the Intemordic NKJ-project
for the study of gastrointestinal parasites of cattle (project no.
36) . Field season 1976 (Fjölrit) .
Richter, S.H., 1977. Sama nema: Field season 1977 (Fjölrit).
Richter, S.H., 1978 og 79. Parasites in Sheep and Cattle in Iceland.
A preliminary report on a study of parasites in sheep and cattle
grazing on intensive managed pastures at Hvanneyri, Iceland. Field
season 1978 and 1979 (Fjölrit).
Richter, S.H., M. Eydal, B. Simonarson, Þ. Þorsteinsson og G. Eiriksdóttir,
1981. Áhrif snikjudýra á vöxt og þrif kálfa og kinda á þröngri lág-
lendisbeit á Hvanneyri. Freyr LXXVII árg., Nr. 14, júli 1981, bls.
547-551. (Erindi flutt á Ráðunautafundi 1981).