Ráðunautafundur - 11.02.1984, Page 60
52
misþungir að hausti. Mismunurinn var hugsaður jafnaður með þvl að fóðra
rýrari ærnar betur en þyngsta ærflokkinn fram að fengitið með sem nemur
4 F.E. af heyi á hvert kg sem munaöi í þunga í lok beitar. Slikur
fððurkostnaður var áætlaður 8,96 kr. á kiló ærþungamunar. Kostnaðartölur
voru reiknaðar til verðlags I jöni 1981 á sama hátt og tekjutölur.
Beitartilraunirnar voru hugsaðar þannig að finna á hvern hátt afurðir
minnkuöu eftir þvi sem beit þyngdist. Gert var ráð fyrir þvi, að arður
á á minnki ekki, Þótt litillega sé fjölgað, meðan fátt er I landi.
Menn hugsuðu sér að vera ofan við þau mörk I tilraununum, það er á þvi
bili að þyngri beit dregur úr arði á á. Tilgátan var sú að áhrifanna
gætti jafnt og þétt á þvl bili. Var þetta samhengi táknað með
líkingunni
y=a+bx
þar sem y er verðmæti afurða á á og x er ær á hektara, en minnkandi
afurðir með þyngri beit komi fram 1 þvl, að stuðullinn b reynist
neikvæður. Reyndist svo með einni undantekningu. Reiknað var þrenns
konar gildi fyrir verðnœti afurða á á:
yl: vergt afurðaverðmæti á á,
y2: vergt afurðaverðmæti á á að frádregnum fóðurkostnaði,
y3: vergt afurðaverðmæti á á að frádregnum fóður- og
áburðarkostnaði.
Á sama hátt var reiknað þrenns konar gildi fýrir verðmæti afurða á ha:
y4: vergt afuröaverðmæti á ha,
y5: vergt afurðaverðmæti á ha að frádregnum fóðurkostnaði,
y6: vergt afuröaverðmæti á ha að frádregnum fóður- og
áburðarkostnaöi.
Ef rétt er að llkingar yl, y2 og y3 séu af fyrstu gráðu (bein llna),
eins og llklegt er, ættu llkingar y4, y5 og y6 að vera af annarri gráðu
(bogllna), þannig að annarrar gráðu liður með neikvæðum stuöli drægi úr
aukningu y-gildisins meö þyngri beit. Það er því einföldun að gera I
báðum tilfellum ráð fyrir beinni llnu. Gert er ráð fyrir þvl að sú
einföldun komi ekki að sök innan þeirra marka sem beitarþungi var
hafður I tilraununum, en hún leiðir til nokkurs misræmis I útkomum hér á
eftir, eins og bent verður á. Stuðlamir a og b I líkingunum hafa verið
metnir. Niðurstöður tölfræSilegs mats voru látnar ráða þvl, hvort metnir
voru sameiginlegir stuðlar fyrir flest eða öll árin eða hvort metnir
voru sérstakir stuðlar fyrir hvert ár.