Ráðunautafundur - 11.02.1984, Qupperneq 70
62
ómarkviss, - og hefur auk þess takmarkað gildi í fóðrun jórturdýra.
EPN - er að stærstum hluta fjálsar aminósýrur, en auk þess
teljast s.k. lipoprótein, amín, amíð, ammoníaksölt, púrin og pyrimidin,
nítröt og alkaloíd til þessa flokks.
Magn EPN-í fóðri er afar breytilegt frá einni fóðurtegund til
annarar. Sémvdæmi má nefna að í ýmsum fræum er EPN aðeins 4-5%
heildarpróteins, en í óforþurrkuðu votheyi geta 60 - 70% próteins
verið EPN. Ennfremur er nokkur breytileiki í EPN-magni innan sömu
fóðurtegundar, sem afleiðing mismunandi áburðargjafar, veðurfars,
þroskastigs, meðhöndlunar og verkunar.
III. Próteinmelting.
1. Hvatamelting:
Mikilvægustu meltingarhvatar, sem skepnan sjálf myndar og sem
taka þátt í meltingu á próteini, eru pepsin í maga, trypsín frá
briskirtli, sem skilst út í skeifugörn, svo og fjöldi s.k. "peptíðasa",
sem skiljast út í smáþörmum. Próteinmelting, fyrir tilverknað ofan-
nefndra hvata, hefst því í maga hjá einmaga dýrum, en í vinstur hjá
jórturdýrum. Hjá jórturdýrum hefst hvatamelting próteins því ekki
fyrr en að undangenginni örverugerjun í vömb, kepp og laka, en einkum
í vömb. Sem kunnugt er þá er örverugerjunin í vömbinni forsenda þess
að jórturdýrin sjálf geti nýtt gróffóður til eigin líkamsstarfsemi.
2. Örverugerjun í vömb.
Undir flestum kringumstæðum spannar vambargerjun u.þ.b. 3/4
meltingar kolvetna og próteins hjá jórturdýrum. 1 vömb jórturdýra, en
auk þess, þó í minna mæli sé, einnig í botnlanga og ristli, lifir
aragrúi gerla, sem brjóta niður (gerja) verulegan hluta fóðursins.
Gerlarnir lifa í sambýli við skepnuna og naerihgu til vaxtar og viðhalds
eigin lífsstarfsemi fá þeir úr fóðri hennar. Vambargerjunin leiðir
ekki einvörðungu til niðurbrots fóðurefnanna, heldur einnig uppbyggingar,
t.a.m. gerlapróteins eins og vikið verður að síðar.
Við vambargerjunina myndast "úrgangsefni", svo sem rokgjarnar
fitusýrur (VFA), - (jsem einkum eru eddik-, propion-og smjörsýra), ammoniak
(NHg), koltvísýringur (CO^), metangas (CH^) vatn, varmi og lífrænn
massi (gerlamassi). Sum þessara s.k. úrgangsefna eru lífsnauðsynleg
skepnunni sjálfri. Ber þar fyrst að nefna rokgjörnu fitusýrurnar, sem
sogast inn £ blóðrás frá vömbinni og eru höfuð orkulind skepnunnar