Ráðunautafundur - 11.02.1984, Side 74
66
er hluti orkuþarfanna jafnframt þörf fyrir orku úr próteini. Gripirnir
þarfnast því orku og próteins í ákveénum hlutföllum (RPE), sem eru háð
eðli þeirrar framleiðslu sem orkan skal notast til.
Gripir sem eru í framleiðslu hafa ávallt blandaðar viðhalds- og
framleiðsluþarfir. Æskilegt hlutfall orku og próteins í fóðri er því
háð eðli framleiðslu gripsins, svo og afurðastigi.
í töflu 3 er sýnt áætlað lágmarkshlutfall orkuþarfa í próteini
og heildarorku (RPE) til mismunandi framleiðslu, ásamt lágmarksþörfum
til viðhalds eðlilegri örverustarfsemi í vömb.
Tafla 3. Reiknað lágmarkshlutfall orku úr próteini og heildar-
orku (RPE) til mismunandi framleiðslu hjá jórturdyrum.
Tegund framleiðslu Afurðastig (margfeldi viðhalds)
0 1 2 3
Viðhald 0,17 '- - -
Vöxtur (ungir gripir) 0,17 0,24 0,26 -
Vöxtur (fullv. gripir) 0,17 0,12 0,11 -
Mjólkurframleiðsla 0,17 0,22 0,23 0,24
Örverustarfsemi í vömb o.iö1) 0,16 0,16 0,16
Dhlutfall orku í niðurbrotnu próteini i vömb og lífr. efni meltu
í vömb (ADOM).
Öháð RPE til mismunandi framleiðslu, hefur vambarflóran einnig
þörf fyrir orku og prótein í ákveðnum hlutföllum. Hlutfallstalan 0,16
merkir, að til þess að tryggja eðlilega starfsemi örveranna í vömh, þarf
orka í niðurbrjótanlegu fóðurpróteini að vera minst 16% af heildarorku í
meltanlegu lífrænu efni fóðursins(ADOM). Fjölmargir þættir hafa áhrif
á hvert hið raunverulega RPE verður, t.a.m. leysni fóðurpróteinsins,
próteinmagn í fóðrinu svo og orkuinnihald þess.
Á þetta er lauslega drepið hér til að árétta hve mikilvægt það er
að huga.að prótein- og orkuþörfum vambarflórunnar um leið og fjallað er
um prótein í fóðri jórturdýra.