Ráðunautafundur - 11.02.1984, Síða 86
78
FÓÐRUN JÓRTURDÝRA
Bragi Líndal Ólafsson,
Rannsóknastofnun landbúnaðarins.
Inngangur,
Afurðasemi búfjár hefur aukist stöóugt á siðustu árum
eöa áratugum. Dagsnyt, sem nemur 50 kg hjá kúm,og dagleg
aukning þunga um 2 kg hjá ungum nautgripum og 500 g hjá lömb-
um eru töluræm orðnar eru að raunveruleika þar sem mestur
árangur hefur náðst erlendis.
Vafalítió hafa erfðaframfarir, sem felast í lífeólisfræói-
legum breytingum í skepnunni og hafa áhrif á átgetu, meltingu
og nýtingu næringarefna, átt mikinn þátt í aukningu á afuróa-
semi. Hitt er líka víst,að bætt fóörun og hirðing nefur einnig
gengt miklu hlutverki og fóórun á eftir aó gegna sífellt meira
hlutverk þar sem nún er forsenda fyrir því, að erfðaeiginleikar
fái að njóta sín.
Jórturdýr hafa þá sérstöðu, að fyrir tilstuðlan örveru-
gróöurs, aóallega i vömbinni, en einnig í botnlanga og ristli,
er þeim gert kleift að nýta orku úr tréni og mynda lifsnauð-
synlegar aminósýrur úr einföldum köfnunarefnissamböndum. Starf-
semi örveranna hefur hins vegar þann ókost, að sterkja og
önnur kolvetnissambönd gerjast i vömbinni og er umbreytt að
stórum hluta í rokgjarnar fitusýrur. Lítió sem ekkert af beim
kolvetnum, sem meltingarhvatar mjógirnisins myndu annars brjóta
niður í þrúgusykurseiningar (glukosa), sleppa í gegnum vömbina.
Þetta hefur i för með sér, að .jórturdýrió veróur að framleiða
með nýmyndun allan þann þrúgusykur, sem nauðsynlegur er fyrir
lífsstarfsemi þess. Annar ókostur, sem fylgir starfsemi örver-
anna í vömbinni, er að gerlarnir nota að miklu leyti einföld
köfnunarefnissambönd til vióhalds, vaxtar og fjölgunar og hafa
þvi tilhneygángu' til að brjóta nióur allt prótein í fóórinu, sem
þeir ráða vió, hvort sem þeir þurfa á köfnunarefni þess aö halda
eóa ekki.
Jórturdýrið þróaðist upphaflega í umnverfi þar sem gróöur
var sveiflukenndur og fæóuframboð þvi langt frá því að vera
samfellt. Lífsmöguleikar jórturdýrsins fólust þess vegna oft