Ráðunautafundur - 11.02.1984, Page 100
92
nautgripum falla einkum til lungu, vambir, hálsæðar, þindar,
blóð, júgur og kjötafskurður. Ef vel er farið með þennan
innmat þarf ekki að sjóða hann nema hvað rétt er að sjóða
júgrin því í þeim getur verið júgurbólga. Rétt er að benda
á að skjaldkirtill sem fylgir hálsæðum eða barka getur valdið
frjósemisvandræðum sé mikið af honum í fóðrinu á pörunar- og
meðgöngutíma. Það er hormónið thyroxin sem getur komið óreglu
á hormónastarfsemi dýranna.
Úr hrossum eru gjarnan hirt lungu, meltingarfæri og kjöt-
afskurður, en stundum er einnig framboð á hrossakjöti. Melt-
ingarfæri hrossa þarf að sjóða fyrir notkun eða meðhöndla
þau þannig að kirtlar í maga verði óvirkir svo og efni þau
sem þeir framleiða.
Af svínum má hirða innyfli önnur en lungu, en allan inn-
mat úr svínum er rétt að sjóða eða súrsa áður en hann er not-
aður sem fóður. Stundum hafa svínahausar einnig verið notaðir
sem fóður og þá verður einnig að sjóða.
Hænsnaúrgangur samanstendur af innyflum, hausum, fótum
og fiðri. Af þessu eru innyflin besta fóðrið. Hænsnaúrgang
þarf helst að sjóða fyrir notkun.
Fita af sláturgripum er gott fóður. Mest er notaður mör
og nautgripafita. Hrossa- og hænsnafita er hins vegar betra
fóður handa loðdýrum vegna hærra innihalds af lífsnauðsynlegum
fitusýrum og vegna þess að meltanleiki hennar er meiri en
j órturdýranna.
Auk þeirra hráefna sem að fraraan eru nefnd er lifur mjög
eftirsótt og verðmætt fóður. Ástæða þess er að lifrin er
mjög auðug af bætiefnum og er eitthvað lystugasta fóður sem
dýrunum er gefið. Sérlega gott er að gefa dýrunum lifur á
pörunar- og meðgöngutíma, en þörfin er mun minni á öðrum tíma.
Mjólkurafurðir
Mjólkurafurðir eru gott loðdýrafóður, en þó verður að
hyggja að því að magn mjólkursykurs í fóðrinu verði ekki of
mikið, en það getur valdið skitu. Af óþurrkuðum mjólkurvörum
má gefa allt að 10%, og samsvarandi af þurrkuðum, nema meira
af osti. Mjólkurvörur eru hins vegar mjög dýrar og því er