Ráðunautafundur - 11.02.1984, Page 103
95
Ráðunautafundur 1984.
MELTA OG MYSUÞYKKNI.
I. FRAMLEIÐSLA OG GEYMSLA.
Sigurjón Arason,
Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins
°g
ölafur Guðmundsson,
Rannsóknastofnun landbúnaðarins.
Mikið magn úrgangsefna fellur til í fiskiðnaði og land-
búnaði og mikið af þessu hráefni má nýta til fóðurgerðar. Ár-
lega er fleygt a.m.k. 40-60 þús. tonnum af slógi, 5 þús. tonnum
af grásleppu, 6 þús. tonnum af vambagor, 3 þús. tonnum af blóði,
30 þús. tonnum af mysu og er þá ekki allt talið.
Tilraunir til þess að nýta þessi efni eiga sér langa sögu,
en síðast liðin 3. ár hefur verið starfandi vinnuhópur um innlenda
fóðurgerð og hefur áherslan verið lögð á nýtingu stærstu efna-
flokkanna þ.e. slóg og mysu. Slóg og mysa innihalda mikið vatn,
en æskilegt er að minnka vatnsinnihaldið, sérstaklega í mysunni.
Notkun fljótandi fóðurs handa jórturdýrum þekkist varla hér á
landi, þyrfti að byggja upp ný kerfi fyrir það. Þess vegna voru
gerðar þær tilraunir með blöndun á mysuþykkni, meltu og meltu-
þykkni í grasmjöl, sem hér verður lýst, enda er hægt að nota þessar
blöndur annað hvort sem mjöl eða köggla.
Meltur
Meltugerð byggist á því að sýra ferskt hráefnið nógu mikið
til að drepa óæskilegar bakteríur, sem í því eru eða í það
berast. Hugsanlegt hráefni í meltugerð úr sjávarútvegi eru:
slóg, úrgangsfiskur, loðna, grásleppa, spærlingur, hvalúrgangur
o.fl.