Ráðunautafundur - 11.02.1984, Side 104
96
Ýmsar sýrur hafa verið notaðar til meltugerðar og er þá
helst að nefna maurasýru og propionsýru. Báðar þessar sýrur eru
lífrænar og eru nokkuð virkar sem rotvarnarefni. Þær rotverja
meltuna við hærra sýrustig, en ólífrænar sýrur svo sem brenni-
steinssýra. Einnig hefur komið í ljós að meltun slógsins, þ.e.
magn uppleysanlegra efna, verður meiri með notkun lífrænna sýra.
Rotvarndarvirkni lífrænu sýranna er að því leyti háð sýru-
'stigi, að við lágt sýrustig er s.tærra hlutfall sýrunnar óklofið
og flæðir hún þá inn um frumuhimnur örveranna (Raa & Gildberg,
1980) .
Með notkun maurasýru fæst melta, sem helst óskemmd í fleiri
mánuði, ef sýrustigi er haldið við 4.0 eða neðar, en það sam-
svarar u.þ.b. 3% (v/w) íblöndun af 85% maurasýru. Notkun á
blöndu maurasýru og propionsýru í jöfnum hlutföllum gefur stöðuga
meltu við sýrustig iægra en 4.3, en það samsvarar u.þ.b. 1.5%
(v/w) íblöndun.
Auðvelt er að skilja fitu úr meltu með skilvindu og er hægt
að lækka fituinnihaldið í 14 í meltunni. öll vinnsla á skilinni
meltu er mun auðveldari og hagkvæmari en á fitirxkri meltu og
einnig er hægt að auka meltuhlutann í fóðurgjöf eftir að lýsið
hefur verið fjarlægt.
Hugsanleg vinnslurás fyrir meltu er sýnd á mynd 1 og sést
þar orkunotkunin við hvert vinnsluþrep. Hráefnið í þessari vinnslu
er úr skuttogara, sem hefur notað um 10% af úrgangsfiski og 15%
af slógi með lifur í þessa meltu.
Okkar rannsóknir við meltuvinnsluna hafa beinst m.a. að
eftirfarandi: sýrunotkun, notkun mysuþykknis í stað sýrugufun
á meltu, orkunotkun, tæringu, þurrkun og flutningi.
Mysa
Þurrefnisinnihald mysu er aðeins um 4% og þess vegna hefur
verið takmarkaður áhugi fyrir því að nýta mysu sem fóður. Nú á
síðustu árum er komin til tækni, sem gerir kleift að auka þurr-
efni mysunnar í 15-22%. Þessi tækni er þrýstisíun. Þá er notað
tæki, þar sem vatninu er þrýst úr mysunni gegnum himnur, sem eru
svo þéttar, að aðeins smæstu sameindir komast í gegn. Til þess
að þetta sé mögulegt verður að nota þrýsting, sem yfirvinnur