Ráðunautafundur - 11.02.1984, Qupperneq 106
98
Af framansögðu er ljóst að kögglun fóðurblöndu með meltu-
þykkni' er framkvæmanleg án teljandi breytinga á kögglunarbúnaði.
Þessi möguleiki er vel athugandi fyrir fóðurkögglaframleiðendur,
þar sem þessi blöndun hefur ýmsa kosti í för með sér.
Geymsla á fóðurblöndum
Við framleiðslu á fóðurblöndum úr meltu, mysu og grasmjöli,
er eitt mikilvægasta atriði að kanna geymsluþol og áhrif geymslu
á fóðurblöndurnar.
Það magn sýru, sem þarf til að koma í veg fyrir mygluvöxt
í blöndum sem þessum er mjög háð sýrustigi þeirra og hlutföllum
blöndunarefna.
Blöndunartilraun 1.
Tafla 1. Samsetning hráefnis í Blöndunartilraun 1.
Prótein % Fita% Vatn% Salt% Aska%
Melta 12,7 5,8 78,2 0,7 2,7
Skilin melta 13,5 1,2 81,4 0,7 2,6
Grasmj öl 13,1 2,8 6,4 0,7 6,0
Mysa 0,6 0,5 96,2 0,2 0,6
Mysuþykkni 2,7 2,0 81,4 0,8 3,1
Gerðar voru 6 blöndur u.þ.b. 20 kg af hverri og blöndunum var
síðan skipt í 3 kg plastpoka. Helmingur pokanna var geymdur
við 12°C eða 17°C, en hinn helmingurinn við 0°C. Sama meltan
var ekki notuð í allar blöndurnar.
Blanda I innihélt 45% grasmjöl og 55% meltu m. 3% (v/w) maura-
sýru. Sýrustig meltunnar var u.þ.b. 4.5. Þessi blanda skemmdist
vegna myglu á 70 dögum við 12°C.
Blanda II innihélt 45% grasmjöl og 55% meltu m. 1.5% maurasýru
og 0.25% propionsýru. Sýrustig meltunnar var 4.1. Eftir 70
daga við 12°C var enginn mygla komin í þessa blöndu, en eftir
100 daga í viðbót var komin mygla í einn poka af þremur.
Næstu tvær blöndur innihéldu 45% grasmjöl, 27.5% mysuþykkni
og 27.5% meltur m. sömu sýrum og áður.
Blanda III innihélt meltu með 3% maurasýru og sýrustig hennar
var 3.71. Sýrustig þessarar blöndu var í byrjun 4.25, en hún