Ráðunautafundur - 11.02.1984, Síða 107
99
myglaði fljótt, því eftir 20 daga v. 17°C var komin mygla í 2
poka af þremur.
Blanda IV innihélt meltu með 0.25% propionsýru og 1.5% maura-
sýru. Þessi melta reyndist frekar léleg, líklega vegna þess að
slógið var ekki nægjanlega ferskt. Sýrustig blöndunnar var um
4.81. Eftir 20 daga við 17°C var komin mygla í alla þrjá pokana.
Engar skemmdir komu fram í blöndunum, þegar þær voru geymdar við
0°C.
Að lokum voru gerðar blöndur úr 45% grasmjöli og 55% mysu-
þykkni, sem annars vegar var blandað 0.25% propionsýru og 1.5%
maurasýru, en hins vegar var notað óblandað mysuþykkni. í báðum
tilfellum kom upp þægilegur súr keimur, líkast þvx að einhvers
konar gerjun ætti sér stað.
Blöndunartilraun 2.
Tilraunin fór fram í tveimur áföngum. Annars vegar var
grasmjöl blandað mygluðu grasmjöli og blöndur útbúnar úr ýmsum
teg. meltu með eða án mysuþykknis. Hins vegar var hreint gras-
mjöl notað og aðeins ein tegund meltu og þá var hlutföllum
propionsýru breytt í blöndunni með íblöndun í tilbúna meltu.
Eins og áður, var einnig notað mysuþykkni. í báðum tilfellum voru
blöndurnar geymdar v. 15-19°C og fylgst með sýnilegri myglu.
Fyrri hluti
Fínmalað grasmjöl var fengið frá Brautarholti á Kjalarnesi.
20 g af mvglaðri grasmj ölsb].öndu voru blönduð við alls 17 kg af
grasmjöli. Áætlaður fjöldi myglu í grasmjölinu eftir blöndun var
u.þ.b. 50.000 í grammi. Meltan var framleidd úr slógi án lifrar,
en fitan var skilin frá. (sjá töflu' 2)
Tafla 2. Hlutföll sýru w/w í meltunum og sýrustig.
Melta Maurasýra Propionsýra H^SO^ £H
1 0,5% 0,75% 5,1
2 0,75% 0,75% 4,79
3 0,5% 0,1% 5,1
4 1,0% 5,72
5 1,0% 1,5% 3,82
Til samanburðar voru notaðar blöndur með vatni og einnig blöndur
með meltuþykkni, sem var unnið úr meltu með 3% maurasýru.