Ráðunautafundur - 11.02.1984, Page 128
120
Samanburður tegundanna og samverkan munarins við breyti-
þætti er mæld með eiginleikanum IAS-19 - Korpa. Marktækur
munur þess eiginleika milli ára þýðir þá í raun samverkan
tegunda og ára.
Her að neðan verður uppskera hvers sláttar um sig skoðuð
og síðan heildaruppskera.
Fyrri sláttur
Korpa. Bæði áburðar- og sláttutími hafa marktæk áhrif á
uppskeru Korpu, og báðir hafa samverkan við ár, enda eðlilegt
að áhrif áburðar- og sláttutíma séu breytileg milli ára.
Samverkan þeirra var hinsvegar ekki marktæk.
Munur liða I og III var mestur 1978, 40,5 hkg/ha en
minnstur 1979 24,8 hkg. Munur a og e - liða var mestur 1980
25,9 hkg en minnstur 1979, 8,9 hkg.
Árferði er ávallt breytilegt og ófyrirsjáanlegt. Því
er eðlilegt, þrátt fyrir verulega samverkan við vaxtarger-
endur, að skoða áhrif áburðar- og sláttutxma yfir ár. Sam -
verkan er heldur ekki svo mikil að forteikn breytist. 1 töflu 3
er sýnd uppskera og meðalmeltanleiki hinna þriggja áburðar- og
sláttutíma.
Tafla 3. Uppskera (hkg og FE/ha) og meltanleiki Korpu við
mismunandi áburðar og sláttutíma í tilraun 439-77.
1. sláttur.
Áburðartími Sláttutími
a b c I II III
Uppskera, hkg/ha 54.1 44.5 36.6 28.5 45.8 61.0
Meðal meltanleiki 67 . 0 68.6 70.2 76.7 65.8 63.3
FE/ha 3510 3011 .2 5 37 2339 2978 3741
Sem von er vex uppskeran mikið þegar seinna er slegið
og þrátt fyrir lækkun meltanleika fjölgar FE/ha einnig.
Áburðartími hefur einnig mjög mikil áhrif.
Beringspuntur. Samverkan áburðar- og sláttutíma reyndist
marktækt, en var ekki verulegt. Mestur munur var á lið I og
III við áburðartíma a (29,7 hkg) og c (35,7 hkg). Þetta
samspil var ekki marktækt ef uppskera er reiknuð sem fóður-
einingar. Samspil sláttutíma við ár var marktæk og mjög mikið.
Munur liða I og III var mestur 1980 (53,8 hkg) en minnstur 1979