Ráðunautafundur - 11.02.1984, Síða 130
122
IAS-19 er uppskerumeiri í öllum tilvikum, en Korpa skilar þó
fleiri FE við sláttutíma II og III 1979. Ekki er hægt að sjá
neina reglu í þessum niðurstöðum. Þó er uppskerumunurinn
greinilega minnstur við sláttutíma II.
Meltanleiki í 1. slætti. Fall meltanleika eftir því sem á
líður vaxtarskeiðið er mikilsverður eiginleiki, og hefur oft
verið fundið samband meltanleika og sláttutíma og áhrif ýmissa
þátta á þetta samband, hafa m.a. verið notuð gögn úr þessari
tilraun.
1 þessu uppgjöri er aðeins skoðað hvort fall meltanleika
af sláttutíma sé mismunandi eftir áburðartíma og árum, en
meðalmeltanleiki Korpu var 68,6% en 68,5 hjá IAS-19.
Áburðartími hafði engin áhrif á IAS-19 £ þessu efni, fall
meltanleikans var 5,0 prósent á tveim vikum. Meltanleiki
Korpu féll að meðaltali 6,7% prósentueiningar á tveim vikum,
hallastuðlar voru ekki marktækt frábrugnir, en voru 8,6, 1,3 og
5,1% við áburðartíma a,b og c. Það er einnig athyglisvert, að
sambandið er lang best á a-lið (r= 0.91) og lakast á a-lið
(r- 0.60).
Fall beggja tegunda var breytilegt milli ára, og er sérk-
ennilegt, að árin 1979 og 1981 er fallið örast hjá Korpu
(9.0 og 8.2) en hægast hjá IAS-19 (3,7 og 3,0).
Seinni sláttur. Ei'ns og vonlegt er, er uppskera í seinni
slætti mjög háð sláttutíma fyrri sláttar, og var ekki alltaf
mæld á öllum liðum. Þannig voru liðir III ekki endurslegnir
1979 og 1981, og Korpureitir ekki heldur 1982. Liðir II voru
tvíslegnir öll árin, en uppskera Korpureita var þó mjög lítil
nema helst 1978.
Uppgjör seinni sláttar vikur mjög frá uppgjöri fyrri
sláttar í því að samverkan áburðar- og sláttutíma er mjög
mikil. Meðaluppskera áburðar- og sláttutxma er sýnd í töflu 6.
I töflunni má sjá greinileg áhrif áburðartíma, einkum
ef snemma er slegið. Er það í samræmi við niðurstöður annarra
tilrauna.
Meltanleiki seinni sláttar var yfirleitt hár, en vegna
þess hve uppskerumagnið var oft lítið er ekki ástæða til
sérstakrar umfjöllunnar.