Ráðunautafundur - 11.02.1984, Síða 133
125
Munur tegundanna viö raismunandi áburðartíma var 11.8,
12,1 og 15,4 hkg/ha IAS-19 í vil á liöum a,b og c.
Munurinn í FE var einnig mestur á c-lið, en ekki marktækt
frábrugðinn hinum liðunum.
Vetrarþol og fleira. Oft voru gefnar umsagnir um tilraunina
við áburðar- og sláttutíma. Eru þær mjög í þeim dúr sem
endurspeglast í uppskerutölum. Áhrif áburðartíma voru mjög
greinileg 14. júní og jafnvel 30. maí. Þetta var muri meira
áberandi á Korpureitunum og jafnvel greind skortseinkenni á
þeim reitum sem ekki höfðu fengið áburð. Þann 16. júní 1981
var spretta metin á mjög einföldum skala, 1-4 þar sem 1 er
mjög lítill eða enginn vöxtur, en 4 eins og hann var mestur.
Meðaltöl tegunda fyrir hvern áburð og sláttutíma eru sýnd í
töflu 10.
Tafla 10. Sprettumat 16. júní 1981, 1 minnst 4 mest.
Áburðartími Sláttutími
a b c I II III
Korpa 3.6 2.0 0.7 1.8 2.1 2.3
IAS-19 3.4 2.1 1.0 2.6 1.7 2.2
Áhrif áburðartíma er greinilegur á báðar tegundir þó meiri sé
á Korpu. Sláttutímaáhrifin, sem væntanlega er eftirverkun,
eru mjög mikil á Korpu, en óregluleg, eða jafnvel öfug á
IAS-19. Tengist þetta vaxtarferli tegundannam en valLarfox-
grasi hentar betur að fyrri sláttur sé sleginn seint og er
endurvöxtur þá lítill (Magnús ðskarsson og Bjarni Guðmundsson,
1971).
Ekki var hægt að tala um stórfellt kal í tilrauninni, ■
en sáðgresið lét undan síga í lautum. Vorið 1981 var kal-
prósenta metin, og var hún á Korpureitunum að meðaltali 14.1%
af þekju, en á IAS-19 ’reitum 1,7%. Af 27 Korpureitum voru 19
meira eða minna skemmdir, allt að 70%, en aðeins 4 af jafn-
mörgum IAS-19 reitum, mest 20%.
Ekki er hægt að greina ákveðin áhrif meðferðar á kal,
heldur fylgdi það lautum eins og áður sagði.