Ráðunautafundur - 11.02.1984, Page 160
152
3.7. Tvær fóðrunartilraunir. Gerðar voru tvær tilraunir
með að foðra sauðfé á heytegundunum. Sauðfe var valið vegna
þess heymagns, sem til ráðstöfunar var og þess fjölda fóður-
tegunda, sem reyna þurfti. Fyrri tilraunin (hey frá sumrinu
1981) var gerð á útmánuðum 1982 með ær, þar sem heyát þeirra
var mælt, svo og þungabreytingar. átmælingarnar stóðu í
21 dag að loknu 8 daga undirbuningsskeiði. Þrjár ær voru í
hverjum hóp.i, og fekk hver hópur sína grastegund allt skeiðið.
Að auki fekk hver ær kjarnfóður, sem nam 65 g á dag af A-blöndu
KB 146. Fóður var gefið einu sinni á dag. Heygjöf var höfð
15-20% meiri en átiö var. Niðurstöður tilraunanna eru birtar
í 8 . töflu .
8. tafla. Ærangur fóðrunar áa á nokkrum grastegundum.
Gras Heyát kg þ.e./á dag Heygæði Breytingar á Hold, kg þ.e./FE þunga ánna,kgD stig 2)
Beringspuntur 1 - .02 3.50 - 4.0 3 .83
Snarrótarpuntur 0 , .88 3 .95 -5.6 3 .67
Vallarfoxgr,- Korpa 1, .23 2.60 - 3.0 4 .00
Túnvingull 1 , .16 2 .60 -0.3 3 .75
Vallarsveifgr .-Fylk .1 , .50 2.25 -0.3 3 .67
_ 11 _ -ísl. 1 , .42 2.45 - 2.3 3 .83
_ 11 _ -Holt 1 , .26 2.50 - 1.6 3 .75
1) á udb.- og mæliskeiði 2) í lok tilraunar
I byrjun tilraunarinnar var meðalþungi ánna í hverjum flokki
hinn sami, 67,3 kg. Sem fyrr segir hafði heyið hrakist mjög
mikið á velli. Heyátið varð mjög breytilegt á milli tegunda.
Viðbrögð ánna voru í samræmi við heygæðin. Síðari tilraunin
(með hey frá sumrinu 1982) var gerð með lömb, sem tekin voru
á hús fljótlega eftir að þau komu af fjalli haustið 1982.
Valdar voru rýrar gimbrar í þriggja lamba hópa, þar sem einn
hópur kom fyrir hverja heytegund. Tilraunin hófst l.október
(mælingar hófust 15. okt.) og henni lauk 13. desember 1982,
og stóð því í 74 daga. Fóðurbæti fengu lömbin, 60 g hvert á
dag af A-blöndu KB 146. Hey var gefið tvisvar á dag, en
fóðurbætir eftir morgungjöf. Heygjöf var höfð 15-20% umfram
það, sem lömbin höfðu etið dagana á undan. 1 byrjun tilraun-
arinnar var meðalþungi lambahópanna 32,7-33,3 kg.