Ráðunautafundur - 11.02.1984, Page 162
154
4. Hugleióingar
Að fengnum þessum niðurstöðum, má velta vöngum yfir því,
hvaða lærdoma unnt muni vera að draga af þeim. Her verður
aðeins vikið að þeirri spurningu, hvernig nýttust tunspild-
urnar sjö til þeirrar framleiðslu sem reynd var. Höfundur
leyfir sár nokkurn glannaskap við leit að svari, en vísar til
eldri ritgerðar varðandi rökstuðning (Bjarni Guðmundsson 1979).
Reikna má það foður, sem nýtanlegt varð að vetri, það er
uppskeru við hirðingu (6. tafla) að frátöldu tapi við geymslu
(7. tafla). Síðan er tekið tillit til þess, hve lengi heyið
mundi hafa dugað við fóðrun, svo og þess hvernig gripirnir
svöruðu fóðruninni. Fæst þá það yfirlit, sem eftirfarandi
súlurit sýna (2. mynd). Tekið skal daami til skýringar:
Af Fylking-vallarsveifgrasi fengust 4360 kg þurrefnis
af hektara við hirðingu sumarið 1982 (6. tafla), Við
geymslu heysins töpuðust 0.6% (7. tafla), þannig að til
gjafa komu um 4360 - 26 = 4334 kg af ha. FÓðrið hefði
enst í 4334:1.03 = 4 20 8 fóðurdaga (sbr. tölur um heyát
í 9. töflu), ef ekkert hefði farið til spillis.
Reiknaður fallþungi lambanna £ upphafi tilraunar var
11.3 kg. „Fylking-lömbin" lögðu sig að jafnaði á 14.5 kg
eftir 74 daga fóðrun (9. tafla), þannig að dagvöxtur
þeirra nam 0.043 kg. Við fóörun lambahóps mætti þv£ vænta•
4208 dag/ha 0.043 kg/dag = 181 kg vaxtar lamba af nýtan-
legri uppskeru hektarans. Fóðrun ánna (1981) er metin með
sama hætti. Þá léttust ærnar. Útkoma dæmisins verður
þv£ ögn brosleg, en höfundur ætlar þó, að hún gefi
sanngjarna samanburðarmynd.
Við athugun súluritanna þarf að hafa forsendur þeirra £
huga, t.a.m. það að grösin voru öll slegin samt£mis, þannig
að ekki var tekið tillit til sérkenna þeirra varðandi þroska
en þau eru mikilvægt rannsóknarefni. Aðeins var reyndur einn
kjarnfóðurskammtur £ hvorri tilraun, svo ekkert kemur fram
um hugsanleg samspilsáhrif þess £ fóðruninni.