Ráðunautafundur - 11.02.1984, Page 177
169
Mælingar á loftþrýstingi og lofthraða voru framkvæmdar
nokkrum sinnum í hverri hlöðu, venjulega skömmu eftir að hirt
var í hlöðuna hverju sinni. Jafnframt voru tekin sýni til
þess að ákvarða rakastig heysins.
í einni af hlöðunum, þ.e. í Nautastöð Búnaðarfélags
íslands Hvanneyri er tvískipt súgþurrkunarkerfi. Var þar
annars vegar komið fyrir rimlakerfi, en hinsvegar stokkakerfi.
Var á þann hátt unnt að bera saman nýtingu súgþurrkunarinnar
við sambærilegar aðstæður, og má í því sambandi geta þess, að
heydreifikerfi er í hlöðunni, sem tryggir jafna og góða dreif-
ingu heysins.
III. Helstu niðurstöður.
Loftþrýstingur í súgþurrkunarkerfum er háður ýmsum
aðstæðum, svo sem loftmagni, hæð heystæðu og þéttleika heys-
ins. Mikilvægt er og, að súgþurrkunarkerfið sé þannig hannað,
að það veiti sem minnsta mótstöðu, þ.e. að loftrásir og rauf-
ar séu ekki of þröngar. í því sambandi má minna á þýðingu
þess að hreinsa heysalla, sem kann að setjast fyrir í kerfinu
við meðhöndlun heys að vetri. Heyið, sem hirt var almennt í
þurrheyshlöður á sunnan- og vestanverðu landinu sumarið 1983
var með hærra rakastigi heldur en algengt er, og því má ætla,
að loftmótstaða í heystæðum hafi verið öllu meiri en ella.
Algengt rakastig í heyjum við hirðingu var 40-50%.
Niðurstöður loftþrýstimælinganna s.l. sumar bera með sér,
að í grófum dráttum sé yfirþrýstingur í súgþurrkunarkerfum sem
nemur 14-17 mm VS (vatnssúla) á hvern metra í hæð heystæðu.
Við 4 m háar stæður verður þrýstingurinn því 50-70 mm VS við
það loftmagn, sem algengt er að nota hérlendis.
I baggahlöðum reyndist þrýstingurinn breytilegri en í
hlöðum með lausu heyi. Væri böggum vel og þett raðað, mæld-
ist þrýstingur ámóta hár og í hlöðum með lausu heyi. Ella er
mótstaðan minni, þar sem loftið á greiðari leið upp með bögg-
unum, en um leið verður nýting þess til þurrkunar lélegri.
í baggahlöðum er ekki ótxtt, að stæðan er hlaðin misha. Loft-
ið leitar upp, þar sem mótstaðan er minnst, þ.e. stæðan lægst.
Verður þá nokkuð óljóst við hvaða hæð stæðu skal miða mældan