Ráðunautafundur - 11.02.1984, Side 182
174
Afköst baggar/ klst Þurrefni heys, % 20/800 30/650 / þyngd bagga 40/500 5 kg 50/400
tonn hestb. tonn hestb., tonn hestb. tonn hestb.
5 4,0 9,4 3,3 11,5 2,5 11,8 2,0 11,8
10 8,0 18,8 6,5 22,9 5,0 23,8 4,0 23,5
15 12,0 28,2 9 ,8 34,4 7,5 35,3 6,0 35,3
20 16,0 37,6 13,0 45,9 10,0 47,1 8,0 47,1
25 20,0 47,1 16,3. 5 7,3 12,5 58,8 10,0 5 8,8
Tafla 1. Áætluð afköst við rúllun heys með breytilegt
þurrefnismagn.
sjálfa rúllunina. Vélar með fasta baggastærð þurfa hins vegar
um 35-45 kW (48-61 hö) miðað við sömu baggalengd.
Garnnotkun er m.a. háð baggastærð og þyngd. Lágmark er að
vefja bandinu 10 sinnum utan um baggann, en 15-20 sinnum ef um
þunga bagga úr smágerðu heyi er að ræða. Það samsvarar um 40-80
m af garni á bagga eða um 16-38 m á hestburð af fullþurru heyi.
Til samanburðar má geta þess að garnnotkun við venjulega bagga
er 20-25 m/hb. Miðað við verðlag 1983 samsvara áðurnefndar
tölur um 2,6-6,3 kr/hb.
Flutningur ög meðhöndlun
Ýmis konar búnaður er fáanlegur til að meðhöndla rúllubagga.
Þyngd bagganna getur orðið allt að eitt tonn og því þarf
búnaðurinn að vera öflugur.
Algengast er að öll færsla á böggum sé gerð með traktorum
(mynd 2) ýmist með framan- eða aftan á tengdum tækjum.
Mynd 2. Ýmis búnaður er fáanlegur til færslu á rúlluböggum.
Þegar baggar eru pokaðir er hentugt að nota traktorkvísl.