Ráðunautafundur - 11.02.1984, Síða 188
-180-
RÁÐUNAUTAFUNDUR 1984
VERKUN VOTHEYS í RPLLUBOGGUM
Tryggvi Eiríksson
Rannsóknastofnun landbúnaóarins
Nokkrir bændur hafa á síðas.tliðnu sumri verkað vothey
með nýjum vélum, svo_kölluðum rúllubindivélum.
Ekkert nýtt frá verkunarsjónarmiói fylgir þessari tækni,
votheysgerjun lýtur sömu lögmálum og fyrr. Þá galla verður
þó að nefna að söxun votheysins er óframkvæmanleg, og iblöndun
s.s. maurasýru mjög torveld.
Rannsóknastofnun landb. og Búnaðarfélag Islands beittu
sér fyrir athugun á þvi hvernig þessi verkun hafi heppnast.
Sýni voru tekin hjá nokkrum bændum á Suóurlandi og Vestur-
Húnavatssýslu.
Hér verða kynntar frumnióurstöóur efnagreininga i þeim
sýnum sem tekin voru.
TAFLA 1. VENJULEG FÖÐUREFNAGREINING (i þurrefni)
MELTANLEIKI, ÞURREFNI, PRÓTEIN OG STEINEFNI
MEÐALTAL MEÐAL FRAVIK HÆSTA GILDI LÆGSTA GILDI MEÐALTAL SUÐURL. '83
Þurrefni % 36,46 10,85 19,2 69,1 _
Meltanleiki % 63,85 5,51 52 75. 61,14
Kg þe/fe 1,59 - 2,23 1,26 1,70
Prótein % 12,88 2,34 8,6 19,8 13,20
Fosfor % 0,30 0,06 0,19 0,47 0,30
Calcium % 0,35 0,07 0,16 0,52 0,32
Magnesium % 0,19 0,04 0,10 0,27 0,18
Kalium % 1,62 0,51 0,70 2,90 1,46