Ráðunautafundur - 11.02.1984, Page 196
188
Á undanförnum árum hafa orðið breytingar á tæknilegri
aðstöðu bænda við heyverkun. Hins vegar sýna heyefnagrein-
ingar enga breytingu til batnaðar. Það kemur fram í skýrslum
um heyefnagreiningar, bæði frá Rannsóknastofu Norðurlands og
frá Hvanneyri og sama mun raunin vera á hjá Rala, að heygæðum
fer lítið fram. Þó er ekki að vita nema fóðurgildið sá meira
en orðið hefði, ef ekkert hefði verið að gert. A því er ekki
til neinn samanburður.
Af jarðabótaskýrslum má ráða að breyting hefur orðið á
hlutfalli milli þurrheys- og votheysgeymslna og fjölda súg-
þurrkunarkerfa á síðustu árum.. Þetta kemur fram í töflum 1-4.
I 1. töflu má sjá, hvernig hlutfall milli nýrra þurrheys-
og votheyshlaða hefur breyst á tímabilinu 1972-1982 á landinu
öllu. Fyrri hluta tímabilsins hafa votheyshlöður verið um 16%
af nýbyggðum hlöðum, en frá 1977 hefur hlutur votheys verið
um 36% og mest orðið rösk 40% árið 1981.
I 2. töflu kemur fram raismunur milli héraða. Á 5 ára
tímabili frá 1978-1982 hafa um og yfir 90% af byggðum hlöðum
í Barðastrandarsýslum og Strandasýslu verið votheyshlöður og
rösk 80% í V.-Isafjarðarsýslu. Aðrar sýslur, þar sem meira
en helmingur af nýjum hlöðum á þessu tímabili eru votheys-
hlöður, eru Snæfellsnes- og Hnappadalssýsla, N.-ísafjarðar-
sýsla og V.-Húnavatnssýsla. Næstar í röðinni eru svo Skaga-
fjarðarsýsla, Dalasýsla, Borgarfjarðarsýsla og N.-Múlasýsla,
en í þessum sýslum eru um og yfir 40% af nýjum hlöðum votheys-
hlöður. Miðað er við nýtanlegt rými í hlöðum, þ.e. hve margar
FE af meðalheyi rúmast í þeim.
Athyglisvert er að hlutfallslega mest er byggt af vot-
heyshlöðum á vestanverðu landinu. Á norð-vesturhorni lands-
ins frá Hvalfirði að Tröllaskaga er meira en helmingur af
hlöðum, sem reistar voru á þessu árabili, votheyshlöður (55%).
Á austan- og sunnanverðu landinu er hlutur votheyshlaða innan
við 20% (17,5%).
I 3. töflu er skrá yfir súgþurrkunarkerfi, sem sett
hafa verið í hlöður. Þeim er skipt í tvennt. Annars vegar
eru kerfi sem lokið hefur verið við að fullu og öllu með blás-
ara og fastri aflvél. Ekki er greint milli kerfa sem hafa