Ráðunautafundur - 11.02.1984, Page 230
222
"Nikkala XI" Upprunalega af villtum runna úr skerja-
garðinum við Haparanda. Jarðlægar - skriðular greinar,
grannar. Blómgast snemma. Berin mjög stór, sæt.
Þroskast frekar seint og mjög ójafnt. Byrjar fljótt að
gefa.
"Sunderbyn II" Yngri runnar með uppstæóar greinar, en
eldri greinar vilja sveigjast niður. Blómgast mjög
snemma. Mjög stór ber en klasar stuttir. Þroskast í
meðallagi snemma, all-jafnt.
"0jebyn" Vaxtarlag fer nokkuð eftir jarðvegi og N-næringu.
1 N-auðugri leirborinni jörð verða þær gjarnan útstæðar
- niðursveigðar. Blómgast seint, berin meðalstór,
þroskast meóalfljótt en jafnt.
Reynslan hingaó til hefur sýnt, að það sem helst er að
óttast með ofannefnd afbrigði, eru hlýindakaflar siðla vetrar.
Geta þeir vakið upp vöxt blómklasa það snemma aó vorfrost nái
að granda þeim.
Uppskera af frjósömum sólberum getur numið 4-5 kg af
runna i góðum árum og 7-9 kg af rifs við bestu aðstæður.
Berjarunnum er fjölgaó með græðlingum, en mæla má með
kaupum á 2 - 3 ára plöntum til gróðursetningar.
Heimildir
Heggli, M.1970. Bærdyrking i hagen. Det norske hageselskap,
Oslo: 42-56
Xngólfur Daviðsson, 1962. Gróðursjúkdómar. Atvinnudeild
Háskólans, Búnaðardeild: 52-55
Nasr, T.A.A. and Waireng, P.F. 1961. Studies on flower initi-
ation in black currant. II. Photoperiodic
induction of flowering. J. hort. Sci. 36: 11^17
Öli Valur Hansson, 1961. Klipping berjarunna. Handbók bænda:
150-152.
- - - o.fl. 1971. Matjurtabókin. Garðyrkjufélag
íslands: 211-219
- - 1975. Rifs- og sólber. Handbók bænda:337-340
Thorup, S., N0ddegárd,E. 1980. Den gule oversigt. Landbrugets
informationskontor: 46-47