Ráðunautafundur - 11.02.1984, Page 232
224
pottaplöntur á meðal þess sem ræktaó er.
Gróf regla um æskilegt hitastig á slikri ræktun er hér
getur, myndi vera um 10° - 16°.
Vió framræktun á káli og rófum sem planta á út, er þess
aó gæta aó nauósyn er aó heróa þær plöntur á einhvern máta.
Er t.d hægt aó setja þær út i reit, eóa kæla húsið niður með
rækilegri loftun, einkum að degi, i nokkurn tima áður en
plantað er, en útplöntun er oftast framkvæmd í endaðan maí -
byrjun júni.
Ef ætlun er að rækta tómata, gúrkur og viðlika plöntur
er ekki ráðlegt aó byrja slika ræktun ýkja snemma. Oft væri
einfaldast aó kaupa plöntur sem er tilbúnar til útplöntunar
en allajafna er ekki ráðlagt að planta slikum plöntum út fyrr
en i april vió þær aðstæður sem venjulega eru fyrir hendi i
slikum húsum og oft er æskilegt aó planta ekki fyrr en búió
er að rýma hús af plöntum sem planta á út i reiti eða venju-
lega útiræktun. Mikið atriói er hvaða hitastigi er hægt að
halda með þokkalegu móti án þess að kostnaður verði óhóflegur.
Æskilegt hitastig um 18-20°C.
Þaó sem einkum skiptir þá máli fyrir ræktunarhús er
þéttleiki þess, sá hitamiðill sem fyrir hendi er og sú hita-
lögn sem lögó er i húsið, ef um slíkt er að ræóa.
Ef jarðhiti er nálægur er sjálfgert að nota slíkan hita,
en ef svo er ekki breytist viðhorf að jafnaði æði mikið.
Þekkt er þó aó nota vatn af kerfi á miðstöó, en yfirleitt
stendur í fólki aó hita slik hús að vetrarlagi, en er vel
gerlegt að vori og sumri.
Hve marga strengi af rörum þarf til að hita hús upp, er
mjög breytilegt, en ef 4 lengjur eru i húsi (l1^"rör), er þaó
allajafna nóg til að halda þvi frostlausu, ef það er þétt og
rör um 60°C heit og frost ekki að ráði yfir t8°C.
Vió sumarræktun er rétt að hafa sjálfvirka stýringu á
hita. Fást ódýrir og einfaldir lokar (Danfoss) sem eru til
mikils hægðarauka.
Oft er hægt að fá aflögð rör úr frystihúsum til nota
fyrir hitunarkerfi og einnig er hægt aó nota slik rör í
burðarboga og súlur ef þvi er að skipta. Meö því að yfirfara
þau eru venjulega engin sérstök vandkvæði á notkun þeirra.