Ráðunautafundur - 11.02.1984, Page 233
225
Ef hús eru gerö úr bogum er ekki ráðlegt aö hafa meira
en 2 m milli boga.
Plastdúkur er til af ýmsum gerðum t.d. frá Plastprent.
Ef slikur dúkur er notaður er algengast að hann sé 0,2-0,25mm
á þykkt. Mikið atriði er að dúkur sé vel strekktur og má
segja að ending hans fari að verulegu leyti eftir þvi hvernig
tekst til með þann þátt. - Sterkasti dúkur sem völ er á hér
á landi er eflaust svokallaður ofinn V E F I dúkur frá Noregi,
en hann getur hæglega enst i 4 ár. Hann er aðeins 1.2 m á
breidd, þannig að nauðsyn er að sauma hann saman á jöórum ef
á að nota hann á stærri einingar. Hægt er að fá það gert i
seglasaumastofum fyrir sanngjarntverð.
Yfirleitt er ekki sérstakur loftunarbúnaóur á dúkhúsum,
utan dyr, og er þvi mikilsvert að þau séu ekki of löng, ef að
loftræsting á aó vera nægileg á heitum sumardögum. Er hæfi-
leg lengd á bilinu 10 - 12 m.
Vökvun: Þetta er næsta þýðingarmikið atriði og er
mikilsvert aó plöntur fái nægilegt vatn, en.hvorki of né van.
Vökvun meó slöngu eða könnu er( algengust. Er næsta mikilsvert
að vatn sé hæfilega hlýtt,-helst 15 - 20°C. Vökvun meó isköldu
vatni getur oft eyðilagt rótarkerfi plantna og stöðvað vöxt
algjörlega.
Aburður: Reynslan sýnir aó mjög mörgum hættir til að
bera of mikið á þegar ræktað er i smáhúsum. Má heita að lang
algengasta orsök vanþrifa sé of hátt efnahlutfall i jarðvegi.
Einfaldasta leiðin til að koma i veg fyrir slikt er aó gefa
hóflegan grunnáburð, t.d. sem svarar 5 - 6 kg af alhliða áburði,
eins og t.d. blákorn á 100 m2 og e.t.v. litilsháttar af búfjár-
áburði.
Viðhaldsáburður er siðan gefinn reglulega i uppleystu
formi, t.d. 1%° lausn. Er jafnvel þekkt að gefa veika lausn
i hvert skipti sem vökvað er. A þann hátt veróa sveiflur i
áburðarinnihaldi litlar og hætta á áburðarbruna svo og skorti
hverfandi.
Til þess að þessi aðferð henti þarf lika að nota áburð-
artegundir sem eru auðleystar og mynda ekki botnfall. Slikar
auðleystar tegundir eru allajafna nokkuð dýrari, en i ræktun