Ráðunautafundur - 11.02.1984, Page 248
240
óþægindum. Egg bandormsins eru í saur hýslanna. Litlir áttfætlumaurar
á stærð við títuprjónshaus, sem lifa á beitilandinu, éta eggin og í þeim
þróast lirfustigið. Kindurnar fá siðan í sig mjólkurmaðkinn við að éta
maurana með grasinu. Mjólkurmaðkurinn er mjög algengur í sauðfé hér á
landi, einkrun lömbum á haustin.
Sullaveikibandormurinn eða ígulbandormurinn (Echinococcus granulosus)
lifir fullorðinn í þörmum hunda, refa og ýmissa annarra rándýra. Hann er
ekki nema 2-5 mm á lengd, en oft eru bandormar svo hundruóum eða jafnvel
þúsundum skiptir í einum hundi, án þess að það hafi nein sjáanleg áhrif á
hann. Egg bandormsins eru í saur hýslanna. Sauðfé og aðrir grasbítar éta
síðan eggin á beitilandinu, og þau geta slæðst ofan í mörg önnur dýr, m.a.
menn. Úr egginu klekst þá lirfa er oftast berst til lifrar eða lungna,
en getur sest að næstum hvar sem er í líkamanum. Lirfar. breytist síðan í
vökvafyllta blöðru, sull, og inni í sullnum myndast mikill fjöldi bandorms-
hausa. Líkaminn myndar bandvefshjúp utan um sullinn og reynir þannig að
takmarka vöxt hans. Stundum nær su.llurinn þó að vaxa hömlulitið, og í
viðkvæmum líffærum getur hann valdið alvarlegum sjúkdómi og jafnvel dregið
hýsilinn til dauða. Sullaveikisullir geta orðið tugir sentimetra í þver-
mál. Þegar hundur étur sullinn geta allir bandormshausarnir orðiö að nýjum
bandormum. Sullaveikibandormurinn var mjög algengur hér áður fyrr, en
vegna strangra varnaraðgerða er hann orðinn mjög sjaldgæfur hér á landi,
jafnvel horfinn. Síðast fannst slíkur sullur í sauöfé 1979,og 1961 dó
maður af völdum sullaveiki hér á landi. Síðar hafa gamlir sullir fundist
við krufningar á gömlu fólki.
Netjusullsbandormurinn (Taenia hydatigena) lifir fullorðinn i hundum,
refum og ýmsum öðrum rándýrum. Hann getur orðið allt að 5 m. Eggin eru
í saur hýslanna. Lirfan getur tekið bólfestu i ýmsimi dýrum, en þó einkum
jórturdýrum. Hún sest oftast að i netjunni, en getur fundist víðar i
kviðar- og brjóstholi og breytist þar i sull (Cysticercus tenuicollis).
Sullurinn getur orðið rúmlega 5 cm i þvermál, en i honum finnst aðeins
einn haus. Venjulega er sullurinn umvaxinn bandvefshjúp, sem harðnar af
kalki er hann eldist.
Skepnur virðast þrífast vel, þótt í þeim finnist margir sullir. Þrátt
fyrir varnir gegn sullaveikinni hér á landi finnst alltaf nokkuð af netju-
sullum í sauöfé við slátrun á haustin.
Höfuðsóttarbandormurinn (Multiceps multiceps) lifir fullorðinn í
þörmum hunda, refa og skyldra tegunda. Hann getur orðið allt að 1 m á