Ráðunautafundur - 15.02.1990, Side 15
-5-
í tilefni þessa fundar höfum við gert ákveðna athugun á
búreikningum fyrir árin 1987 og '88. Tilgangurinn var að
kanna hvað helst einkenndi þau bú, sem sýndu hagkvaemasta
framleiðslu og hin sem virtust óhagkvæmust. Vegna takmarkana
búreikninganna var þessi athugun eingöngu bundin við
breytilegan kostnað annars vegar og afurðir hins vegar.
Fundinn var breytilegur kostnaður á hvert kg reiknaðs
dilkakjöts og búunum raðað eftir þessum mælikvarða. Röðunin
byggðist á meðaltali beggja áranna, og aðeins voru tekin með
bú með a.m.k. 50 fjár, sem skiluðu reikningum bæði árin.
Tekin voru til frekari samanburðar þau 10 bú, sem lægstan
kostnað sýndu á kg reiknaðs dilkakjöts (L-bú) og hin 10, sem
hæstan kostnað höfðu (H-bú). Ástæðan fyrir því, að byggt var
á reiknuðu kjöti fremur en seldu, og kjöti af fullorðnu
sleppt, er sú að þannig mátti komast fram hjá sveiflum £
ásetningi, sem voru talsverðar á einstökum búum. Hins vegar
breytir þetta ekki samanburði 10 búa hópanna, þar sem til
jafnaðar var sama hlutfall á innlögðu og reiknuðu kjöti i
báðum flokkunum. Allar kostnaðartölur voru reiknaðar fram
til hausts 1989. Það var gert þannig að reikna
meðaltalshækkun breytilegs kostnaðar frá haustgrundvelli
áranna 1987-'88 til haustgrundvallar 1989. Reyndist sú
hækkun vera 43,2%, og var stuðullinn 1,432 notaður til
framreiknings á breytilegum kostnaði £ búreikningunum. Á
hliðstæðan hátt var fundinn stuðullinn 1,364 til
framreiknings á tekjum.
Að meðaltali reyndust framreiknaðar tekjur eftir kind
vera 8.485 kr., breytilegur kostnaður alls 2.268 kr. og
framlegð á kind þvi 6.217 kr., sem nemur u.þ.b. 73% af
sauðfjárinnlegginu. Samsvarandi tölur i verðlagsgrundvelli
sauðf járafurða 1. sept. 1989 eru 7.799 kr. £ tekjur eftir
kind og 3.007 kr. £ breytilegan kostnað. Við samanburð á
þessum tölum verður að gæta þess, að breytilegur kostnaður er
vantalinn £ búreikningum, þar sem vissum rekstrarliðum er
ekki skipt milli búgreina, en þeir færðir til reiknings sem
fastur kostnaður. Þessi liður, áætlaður i reikningunum 1987-
'88 og framreiknaður til hausts 1989, nemur u.þ.b. 400 kr. á
kind. Þá má færa að þvi rök, að framreikningur okkar frá
haustgrundvelli hvers árs sé 5-7% of lágur, vegna þess