Ráðunautafundur - 15.02.1990, Side 19
-9-
Á öllum búreikningabúum nam meðalkostnaður við heyöflun
um 54% og aðkeypt fóður um 17% af breytilegum kostnaði. Á H-
búunum var heykostnaður 91% hærri (4. mynd) og
kjarnfóðurkostnaður 137% hærri (5. mynd) en á L-búum. í
heild munaði 1.048 kr. á kind i fóðurkostnaði.
Kjarnfóðurnotkun var talsvert breytileg 1 báðum flokkum
búa. Hún nam að meðaltali 17,3 kg á H-búum en 6,7 á L-búum
(6. mynd).
Framlegð á kind er sýnd á 7. mynd. Hún var til jafnaðar
7.971 kr. á L-búum en 37% lægri eða 5.023 kr. á H-búum.
Afurðasemi fjárins er sýnd á 8.-11. mynd. Á L-búum
fæddust 1,46 lömb á kind en 1,30 á H-búum (mism. 12%).
Meðalfallþungi dilka var einnig hærri á L-búunum, 15,24 kg
borið saman við 13,69 kg (mism. 11%). Loks var reiknað
dilkakjöt eftir vetrarfóðraða kind 21,2 kg og selt dilkakjöt 18,5
kg á L-búunum, sem var 22-23% meira en á H-búunum.
UMRÆÐUR
Sú athugun, sem hér hefur verið lýst, leiðir út af fyrir
sig engin ný sannindi í ljós. Hins vegar undirstrikar hún
rækilega, hversu mikill breytileiki er i framleiðslukostnaði
sauðfjárafurða. Fullyrða má, að sá breytileiki sé enn meiri
1 islenskum sauðfjárbúskap en fram kemur i búreikningum. Sú
staðreynd er hér áréttuð, að ýmsir bændur hafi góðar afurðir
eftir hverja kind með tiltölulega litlum tilkostnaði, en
aðrir hafa háan kostnað en litlar afurðir. Þarna kemur
vafalaust hvort tveggja til, breytileg aðstaða til búskapar
og misjöfn hæfni bændanna.
Fóður er stærsti liður í breytilegum kostnaði.
Verulegur munur kom fram á kostnaði við heyöflun milli búa.
Náttúrulegar aðstæður til heyöflunar eru vissulega
breytilegar. Sennilega vegur þó ekki minna misjöfn hagsýni
manna, þekking, drift og dugnaður. Heyverkunaraðferðir eru
misdýrar (6), nýting búfjáráburðar misjöfn, og jafnframt hafa
heygæði afgerandi áhrif á kjarnfóðurþörf (7).
Sumir bændur nota kjarnfóður sér til tjóns. Á H-búunum
í athugun okkar var meðalkjarnfóðurgjöf 17,3 kg á kind.
Samkvæmt tilraunaniðurstöðum er þarna örugglega um 5-8 kg
meiri gjöf að ræða en fjárhagsleg rök eru fyrir (7).