Ráðunautafundur - 15.02.1990, Page 21
-11-
í verðlagsgrundvelli sauðfjárafurða 1. sept. 1989 var
breytilegur kostnaður á kind u.þ.b. 3.000 kr. Sé tekið
tillit til þess vanmats á breytilegum kostnaði i
búreikningum, sem áður var gerð grein fyrir, stendur samt
eftir u.þ.b. 1.000 kr. munur á breytilegum kostnaði á kind
milli L-búanna og grundvallarins, þeim fyrrnefndu i vil.
Þetta bendir til, að talsvert svigrúm sé til aukinnar
hagkvæmni á meðalbúinu með bættum rekstri.
f öðru erindi á þessum fundi er greint frá tilraunum,
sem gerðar hafa verið með haustrúning sauðfjár. Niðurstöður
þeirra benda til að haustrúningur geti aukið nettótekjur á
400 kinda búi um 100 til 130 þús. kr. eða lækkað
framleiðslukostnað um 3-4% (8).
Eins og áður var fram komið, voru 9 af 10 H-búum hrein
sauðfjárbú en 7 af 10 L-búum kúabú eða blönduð bú. Þetta
litla úrtak gefur ekki tilefni til að draga stórar ályktanir
um hagkvæmni mismunandi rekstrarforms. Línurnar eru alls
ekki hreinar 1 þessum efnum, enda voru 3 hrein sauðfjárbú í
L-hópnum. Fjögurra ára meðaltöl búreikninga (1985-'88) sýna
hins vegar, að breytilegur kostnaður á kg reiknaðs dilkakjöts
hefur verið u.þ.b. 17% hærra á hreinum fjárbúum en á kúabúum
eða blönduðum búum. Þetta er i góðu samræmi við þá ályktun
Jóns Viðars Jónmundssonar (3), að sauðfjárframleiðsla sem
hliðargrein með öðrum búrekstri geti verið mjög hagkvæm.
Launakostnaður er u.þ.b. helmingur framleiðslukostnaðar
sauðfjárafurða. Vinnuskýrslur búreikningabúa frá 1969 til
1988 sýna verulega minnkun vinnu við heyskap og nokkra við
hirðingu f jár á þessu tímabili, en hins vegar er engin
breyting í vinnuframlagi á hverja ærgildisafurð (Ketill
Hannesson, persónulegar upplýsingar). Þetta virðist
mótsagnakennt, en þýðir einfaldlega, að sá tími, sem sparast
hefur við bætta tækni við heyskap og hirðingu, hefur ekki
gefið raunverulegan arð, nema að því leyti sem þessi timi
kann að hafa nýtst til sparnaðar i útgjöldum.
í grundvelli sauðfjárafurða eru reiknaðar 8,9 vinnu-
stundir á hverja kind. Með fyllstu hagræðingu má örugglega
minnka vinnuna verulega. Fyrir þessu eru þó þvi aðeins
skilyrði, að bóndinn geti annað hvort stækkað bú sitt eða
tekið upp annað starf samhliða búskapnum. Gildandi