Ráðunautafundur - 15.02.1990, Page 22
-12-
framleiðslutakmarkanir sniða bændum þröngan stakk að þessu
leyti, svo sem sjá má af 2. töflu. Þar eru sauðfjárbú
flokkuð eftir fullvirðisrétti 1987-'88. Varla er raunhæft að
ætla, miðað við að nást eigi nauðsynleg lækkun á framleiðslu-
kostnaði, að bú undir 400-500 ærgildum geti framvegis skilað
viðunandi fjölskyldutekjum. Líklegt er, að þessi viðmiðun
þurfi frekar að vera hærri.
2. tafla. Flokkun fjárbúa eftir fullvirðisrétti 1987-'88.
Fj. ærgilda Einhæf sauðfjárbú Sauðfé + mjólkurframl.
1-100 1182 27
101-200 639 65,9% 85 7,5%
201-300 483 212
301-400 306 28,5% 333 36,3%
401-500 108 320
501-600 29 5,0% 240 37,3%
601-700 10 142
701-800 6 0,6% 65 13,8%
Yfir 800 1 75 5,0%
Alls 2764 1500
Taflan sýnir, að i besta falli eru um 150 einhæf
sauðfjárbú í þessum stærðarflokki en aftur á móti um 840 bú,
sem jafnframt hafa mjólkurframleiðslu. Af þessu má ljóst
vera, að sú stífa framleiðslustjórn sem nú ríkir stendur 1
vegi fyrir nauðsynlegri þróun sauðfjárbúskapar ekki sist i
héruðum, þar sem aðrir atvinnumöguleikar eru takmarkaðir.
M.ö.o. verður ekki séð, að einhliða sauðfjárbúskapur fái
þrifist i harðnandi samkeppni, nema stærðartakmörkunum verði
aflétt eða beinir styrkir komi til. Sauðfjárræktinni er
ætlað stórt hlutverk í viðhaldi dreifðra byggða. Það
hlutverk samrýmist ekki þeim kröfum, sem nú eru gerðar til
aukinnar hagkvæmni. Stækkun búa kallar óhjákvæmilega á
fækkun framleiðenda við óbreyttar eða versnandi
markaðsaðstæður. Eigi að stuðla gegn fækkun fjárbænda í
tilteknum héruðum, er nauðsynlegt, að til komi beinir
búsetustyrkir, og óhagræði af of smáum rekstrareiningum verði