Ráðunautafundur - 15.02.1990, Page 35
-25-
húsi), þannig að framleiðslan verður því oft dýrari en ella
væri.
Innflutningur garðyrkjuafurða er bannaður samkvæmt
lögum, þegar framboð innlendrar framleiðslu fullnægir
eftirspurn. Þrátt fyrir þessa vernd, er garðyrkjan i harðri
samkeppni við innflutning. Bæði i upphafi og lok
ræktunartímabila skarast framboð innlendrar og innfluttrar
framleiðslu og dæmi eru um óeðlilega birgðasöfnun i lok
innflutningstimabils, en oft er um að ræða vörur sem geymast
i nokkrar vikur og jafnvel mánuði. Ennfremur er oft
matsatriði hvort nægilegt framboð sé af innlendri
framleiðslu, sem á einkum við um blóm þar sem um nær
"óendanleg" litabrigði og stærðarflokka er að ræða. Sem dæmi
má nefna að framleiðsluverðmæti til framleiðenda árið 1988
var um 540 milljónir króna (miðað við sjóðagjöld) og
innflutningur sömu vöru um 180 milljónir króna (cif verð).
Verðlagning innlendrar framleiðslu verður þvi að taka
mið af verði þeirrar erlendu. Slikur verðsamanburður er
innlendum framleiðendum ákaflega óhagstæður. Nær allur
tilkostnaður, bæði rekstrar- og stofnkostnaður, er mun hærri
hér á landi en i samkeppnislöndunum, t.d. var
byggingakostnaður gróðurhúsa á siðasta ári um 9600 kr/m^ hér
á landi og um 4800 kr/m^ i Danmörku. Fyrsta uppskera hvers
ræktunartimabils er oftast talsvert dýrari en þegar liða
tekur á ræktunartimann, bæði hér á landi og erlendis. Sökum
legu landsins hefst uppskera hér talsvert seinna en í Evrópu,
sem skekkir slíkan verðsamanburð. Þegar innlend framleiðsla
byrjar að koma á markað, hefur sú erlenda staðið í talsverðan
tíma, þannig að framboð hefur aukist og verið lækkað.
Fram til þessa hefur rikið litið komið til móts við
kröfur garðyrkjubænda, um að draga úr þessum aðstöðumun.
Þvert á móti, hefur rikið átt sinn þátt i þvi að auka þenna
mun, t.d. með þvi að leggja tolla, aðflutningsgjöld og
söluskatt á fjárfestingar- og rekstrarvörur til garðyrkju.
Reyndar var i gildi reglugerð siðustu tvo mánuði siðasta árs,
um niðurfellingu söluskatts á ýmsum tækjum og búnaði til
garðyrkju. Um áhrif virðisaukaskattsins treysti ég mér ekki
til að meta, en menn bynda vonir við að hann geti lækkað
tilkostnað. Fjármagnskostnaður hér á landi er ákveðinn kafli