Ráðunautafundur - 15.02.1990, Page 51
neinum samdrætti að marki í Svíþjóð á þessu ári. Margir sænskir bændur hafa sína eigin
fóðurframleiðslu þannig að samdrátturinn verður með nokkuð öðrum hætti þar en annars
staðar. .
III. Samkeppnisstaða íslenskrar loðdýraræktar
Þegar reynt er að gera sér grein fyrir framtíðarmöguleikum íslenskrar loðdýraræktar er
nauðsynlegt að reyna að meta samkeppnisstöðu greinarinnar samanborið við helstu
samkeppniaðila á markaðnum. Hvað varðar reksturskostnað við framleiðslu minka- og
refaskinna er fóðurkostnaður stærsti útgjaldaliðurinn. Samkvæmt þeim upplýsingum sem
tiltækar eru, mun fóðurverð á Norðurlöndum um þessar mundir vera sem hér segir.
Tafla 3: Samanburður á fóðurverði á Norðurlöndum.
Danmörk 1,80 - 1,90
Noregur 1,65-2,15
Finnland 0,95 - 1,10
ísland
Dkr. 15,00 - 15,90 íkr.
Nkr. 14,60 - 19,00 íkr.
Fmark. 13,60 - 15,80 íkr.
10,70 - 14,00 íkr.
Samkvæmt ofangreindum tölum er fóðurverð á íslandi lægra en í nágrannalöndum en
munurinn er minni en ætla mætti þó hráefnisverð hérlendis sé í flestum tilvikum mun
lægra en erlendis.
Samband danskra loðdýrabænda hefur gefið út kostnaðarsamanburð við framleiðslu
minkaskinna á Norðurlöndunum á yfirstandandi ári. Framleiðslukostnaður í Danmörku
er 10-15 % lægri en á hinum Norðurlöndunum. Til samanburðar er áætlaður kostnaður
við íslenska framleiðslu samkvæmt rekstraráætlun. Innifalið í kostnaðartölum eru
fóðurkostnaður, verkunarkostnaður, laun og ýmis annar rekstrarkostnaður, en án vaxta
og afskrifta. Niðurstöður samanburðarins eru birtar í eftirfarandi töflu (kostnaður á hvert
minkaskinn). (Gengi DKK 8,35):
Tafla 4: Samanburður á framleiðslukostnaði minkaskinna í Danmörku og á
Islandi.
Danmörk ísland
Fóðurkostnaður 668 650
Skinnaverkun 167 125
Laun 376 282
Annað 125 181
Framleiðslukostnaður 1.336 1.281
Skinnaverð 1988 1.278 980
Framleiðslukostnaður virðist ívið lægri hér á landi en í Danmörku, en skinnaverð einnig
lægra. Ef skoðuð er verðþróun íslensku loðskinnaframleiðslunnar samanborið við