Ráðunautafundur - 15.02.1990, Page 58
-48-
Hver veiðin gæti orðið nú er ógerlegt að fullyrða, en miðað
við framangreindar tölur gæti hugsanleg veiði nú leikið á
bilinu 4000-6000 landselskópar á ári ef skipulegar nytjar
hæfust á ný.
Frá þvi upp úr 1980 hefur nær engin sala verið á
kópaskinnum, vegna þess að umhverfisverndarmenn erlendis
lögðust gegn selveiðum Norðmanna og Kanadamanna. í framhaldi
af þvi spilltust hefðbundnir markaðir og endahnúturinn var
svo bann EBE við innflutningi selskinna. Það bann gildir enn
varðandi kópaskinn, en banni þessu hefur verið aflétt af
skinnum (af fullorðnum sel), frá Grænlandi að minnsta kosti.
Grænlensk skinn seljast nú i auknum mæli, ásamt afurðum
úr þessum skinnum. Virðist nú sem einhver hreyfing sé að
komast á þennan markað á ný.
Á sl. ári var talsvert leitað eftir mörkuðum erlendis
fyrir selskinn og um tíma leit út fyrir að Danir mundu hafa
milligöngu um sölu selskinna héðan. Þeirra boð stendur enn,
ef við getum útvegað nægjanlegt magn, en það var ekki hægt
sl. haust. Verðið var reyndar mjög lágt, liklega of lágt
til að menn fáist til veiðanna, en þetta sýnir að viðhorf eru
að breytast og að einhver hreyfing er að komast á málið.
Þá hefur verið haft samband við sútunarverksmiðju
hérlendis, sem tekur þvi mjög liklega að taka skinn til
sútunar, ef hreyfing kemst á markaðsmálin.
Á sl. ári greiddi Hringormanefnd kr. 30 fyrir hvert kg
af veiddum sel, og var hann nýttur i loðdýrafóður.
Örlitil hreyfing hefur verið á að nýta selskinn i ýmsan
smáiðnað, en það mál er skammt á veg komið, en fyllilega
þess virði að þvi verði sinnt.
Framreiknað til núviröis fékk bóndinn árið 1960 kr.
9300 fyrir 1. flokks vorkópaskinn og árið 1977 kr. 6700 svo
að dæmi séu nefnd.
Þá var oft talað um að vorkópur gæfi sama verð og einn
dilkur í innlegg. Framangreinar tölur gætu bent til þess, að
ef skinnin næðu fyrri vinsældum á erlendum mörkuðum, mætti
reikna með 6-10000 kr. fyrir skinnið. Ef verð og veiði nær
fyrri upphæðum er verið að tala um verðmæti að upphæð kr. 24-
60 milljónir króna, að kjötinu frátöldu.
Ljóst er þvi að ef kópaskinn ná fyrri vinsældum á