Ráðunautafundur - 15.02.1990, Síða 60
-50-
innflutningsverði á timbri. Samkvæmt ofangreindri viðmiðun
gæti verðmæti rekaviðar numið 30-35 milljónum króna.
FJÖRU- OG GRASNYTJAR
Þar má nefna söl, skeljar, skelfisk, sveppi, ber og
fjallagrös. Þetta eru litt nýtt hlunnindi nú, en gætu
hugsanlega komið meira til nytja, annað hvort þannig að
landeigendur nýttu þetta sjálfir og seldu eða leyfðu öðrum
afnot gegn gjaldi. Hvaða tekjumöguleikar þarna liggja er
erfitt að segja til um.
FUGLA- OG EGGJATAKA
Fugla- og eggjataka er enn stunduð i dálitlum mæli, þótt
ekki sé það i likingu við það sem áður var. Þegar þessar
afurðir bjargfugla eru boðnar fram í þéttbýli, virðist sala
ganga allvel. Um tekjumöguleika er litt vitað, en eflaust má
þarna ná betri nýtingu en nú er.
Þéttbýlisbúar og aðrir sækja í vaxandi mæli eftir því,
að komast á veiðar hvers konar og eru rjúpna- og gæsaveiðar
nærtæk dæmi. Greinilega hefur orðið vart við vaxandi áhuga
á að landeigendur seldu leyfi til þessara veiða, en ekkert
skipulag hefur þó komist á slíkt. Tekjumöguleikar eru þvi
óljósir, en eru trúlega einhverjir.
JARÐEFNI OG LANDSRÉTTINDI
Jarðefni svo sem sandur, möl, vikur, steina-, og
bergtegundir teljast til hlunninda. Þótt eitthvað sé notað
i iðnað i skrautmuni, minnisvarða og svo til bygginga, er
Vegagerðin langstærsti aðilinn sem kaupir jarðefni af
bændum.
Rétt er að minna á eftirfarandi ákvæði vegalaga varðandi
jarðefnatöku og jarðrask:
"Hver landeigandi er skyldur til að láta af hendi land það, er þarf
undir vegi eða til breytingar eða breikkunar eða viðhalds vegum, svo
og leyfa að efni til vega sé tekið l landi hans, hvort heldur er gijót,
möl eða önnur jarðefni, enda komi fullar bætur fyrir. Bætur fyrir
jarðrask og eignarnám á óyrktu landi skulu því aðeins greiddar, að
þeirra sé krafíst og álilið verði, að landeigandi hafi beiðið skaða við
það".