Ráðunautafundur - 15.02.1990, Side 63
-53-
RÁÐUNAUTAFUNDUR 1990
Möguleikar til lækkunar framleiðslukostnaðar í svínarækt
Pétur Sigtryggsson
Rannsóknastofnun landbúnaðarins
NIÐURSTÖÐUR FRAMLEIÐSLUSPÁR FYRIR ÁRIÐ 1988
OG FRAMLEIÐSLUSPÁ FYRIR ÁRIÐ 1989
Allt frá árinu 1983 hafa verið gerðar framleiðsluspár um væntanlegt framleiðslumagn
svínakjöts á komandi ári. Þessar framleiðsluspár hafa reynst það nákvæmar að hægt
hefur verið að nota þær til þess að koma í veg fyrir birgðasöfnun með skynsamlegum
verðákvörðunum. Þessar framleiðsluspár byggjast að hluta á niðurstöðum úr talningu
fóðurbirgðafélaganna 1. nóvember hvert ár þess vegna er nauðsynlegt að þessar
niðurstöður liggi fyrir strax í byrjun hvers árs en ekki í aprílmánuði árið eftir eins og
ætíð hefur verið fram til þess.
Tafla 1. Arsframleiðsla svínakjöts og birgðir 31. desember samkvæmt skýrslum sláturleyfishafa á
tímabilinu 1982-1988.
Ár Ársframleiðsla svínakjöts Birgðir 31. desember Birgðir 31. desember % af ársframleiðslu
1982 1019,7 tonn 5,2 tonn 0,51%
1983 1294,7 tonn 102,6 tonn 7,92%
1984 1428,4 tonn 18,4 tonn 1,29%
1985 1630,1 tonn 54,0 tonn 3,31%
1986 1866,5 tonn 20,6 tonn 1,10%
1987 2007,1 tonn 14,7 tonn 0,73%
1988 2475,4 tonn 31,0 tonn 1,25%
Af töflu 1 sést meðal annars að birgðir 31. desember 1988 voru aðeins 31 tonn
eða 1,25% af ársframleiðslunni.
Hér á eftir verður framleiðsluspá fyrir árið 1988, sem gerð var í apríl 1988, borin
saman við svínakjötsframleiðsluna 1988 samkvæmt skýrslum sláturleyfishafa og
fóðurbirgðafélaganna. Einnig verður gerð framleiðsluspá fyrir árið 1989.
Við gerð þessara áætlana eru notaðar niðurstöður úr skýrslum sláturleyfishafa og
fóðurbirgðafélaganna. Þegar þessar niðurstöður eru fengnar, lítur framleiðsluspáin
þannig út: