Ráðunautafundur - 15.02.1990, Page 64
-54-
A) Fjöldi gyltna frá 1. nóvember árið áður x fjöldi nytjagrísa eftir hverja gyltu árið
áður = áætlaður fjöldi nytjagrísa á viðkomandi ári.
B) Áætlaður fjöldi nytjagrísa á viðkomandi ári x meðalþungi allra sláturgrísa í
kjötflokkum ÍA, 1B og 1C á árinu áður + viðauki vegna slátrunar fullorðinna
svína = áætluð svínakjötsframleiðsla á viðkomandi ári.
Útskýringar á áðurnefndum niðurstöðum úr skýrslum sláturleyfishafa og
fóðurbirgðafélaganna, sem notaðar eru við gerð áætlunarinnar:
1) Fjöldi gyltna 1. nóvember, árið áður en áætlunin á við:
Á vegum fóðurbirgðafélaganna fer fram á hverju hausti talning á búfé í landinu
og þessari talningu á að verða lokið 1. nóv. hvert ár. í talningu þessari eru aðeins
talin fullorðin svín. Áætlað er að 10% af heildarfjölda fullorðinna svína séu geltir.
2) Fjöldi nytjagrísa eftir hverja gyltu árið áður en áætlunin á við:
Fjöldi nytjagrísa eftir hverja gyltu á ári er fundinn þannig að gyltufjöldanum frá
1. nóv. árinu áður er deilt upp í fjölda slátraðra svína viðkomandi árs og þá
breytingu sem verður á heildarfjölda svína milli viðkomandi árs og næsta árs á
undan.
3) Meðalfallþungi allra sláturgrísa í kjötflokkum, ÍA, 1B og 1C á árinu áður en
áætlunin á við.
4) Viðauki vegna slátrunar fullorðinna svína er áætlaður á eftirfarandi hátt:
Þyngd fullorðinna svína er áætluð 103,0 kg eða vegið meðaltal þyngdar fullorðinna
svína á árunum 1982-84. Reiknað er með að 3% af fjölda slátursvína árið áður
sé sá fjöldi fullorðinna svína, sem slátrað er á því ári sem framleiðsluspáin á við.
Framleiðsluspá fyrir árið 1988, sem gerð var í apríi 1988:
A) 3008 gyltur x 15,3 grísir = 46022 nytjagrísir.
B) 46022 nytjagrísir x 53,0 kg + 1108 fullorðin svín x (103 - 53,0) kg =
2.494.566 kg eða 2494,6 tonn.
Samkvæmt framleiðsluspá fyrir árið 1988 er reiknað með að á árinu 1988 fáist
46022 nytjagrísir og svínakjötsframleiðslan verði 2494,6 tonn.
Samanburður á framleiðsluspá fyrir árið 1988 og sambærilegum niðurstöðum úr
skýrslum sláturleyfishafa og fóðurbirgðafélaganna fyrir árið 1988:
A) Fjöldi nytjagrísa samkv. framleiðsluspá: 46022 grísir
Fjöldi nytjagrísa samkv. sláturskýrslum
og fóðurbirgðaskýrslum: 44505 grísir
Mism. á framleiðsluspá og sláturskýrslum 1517 grísir (3,3%)