Ráðunautafundur - 15.02.1990, Qupperneq 65
-55-
B) Framleiðslumagn samkv. framleiðsluspá:
Framleiðslumagn samkv. sláturskýrslum
og fóðurbirgðaskýrslum:
2494,6 tonn
2481,8 tonn
Mism. á framleiðsluspá og sláturskýrslum:
12,8 tonn (0,5%)
Á árinu 1988 var slátrað alls 44388 svínum og svínakjötsframleiðslan var alls
2475,4 tonn samkvæmt skýrslum sláturleyfishafa ("Svínaslátrun 1988", tafla 5, bls 3 og
tafla 23, bls. 14). Meðalfallþungi allra sláturgrísa var 54,41 kg á árinu 1988. Aukning
á svínastofninum milli áranna 1987-1988 var 117 svín. Áætlaður fallþungi þessara 117
ásetningsgrísa á árinu 1988 er 6,4 tonn. Svínakjötsframleiðslan á árinu 1988 er þar af
leiðandi áætluð 2475,4 tonn + 6,4 tonn eða alls 2481,8 tonn.
Helstu ástæður fyrir þessum mismun á framleiðsluspá fyrir árið 1988 og
endanlegum niðurstöðum um svínakjötsframleiðsluna 1988 samkvæmt skýrslum
sláturleyfishafa og fóðurbirgðafélaganna eru eftirfarandi:
A) Samkvæmt skýrslum sláturleyfishafa og fóðurbirgðafélaganna hefur fjöldi nytjagrísa
eftir hverja gyltu minnkað úr 15,3 nytjagrísum 1987 niður í 14,8 nytjagrísi 1988 eða
um 0,5 nytjagrís. Sennilegasta skýringin á þessu er að 20 svínabú með 171 fullorðin
svín hættu starfsemi á árinu 1988 samkvæmt skýrslum fóðurbirgðafélaganna.
Reiknað var með í framleiðsluspá fyrir árið 1988 að þessi 20 svínabú framleiddu
2356 nytjagrísi, en nú er vitað að aðeins hluti af þessum 2356 nytjagrísum voru
framleiddir á árinu 1988. Rétt er að benda á að það þarf aðeins 1517 grísi til
viðbótar þessum 44505 nytjagrísum, sem framleiddir voru á árinu 1988 samkvæmt
skýrslum sláturleyfishafa og fóðurbirgðafélagaima, til þess að fjöldi nytjagrísa eftir
gyltu yrði 15,3 nytjagrísir árið 1988 eins og reiknað var með í framleiðsluspá fyrir
árið 1988.
B) Samkvæmt skýrslum sláturleyfishafa hækkar meðalfallþungi sláturgrísa í
kjötflokkum LA, IB, IC, Svín I*, Svín I, Svín II og Svín III úr 53,0 kg 1987 upp
í 54,4 kg 1988 eða um 1,4 kg. Þessi hækkun á meðalfallþunga sláturgrísa 1988
eykur heildarframleiðslumagn af svínakjöti 1988 um 62,3 tonn, þannig að mismunur
á framleiðsluspá fyrir árið 1988 og framleiðslumagni samkvæmt sláturskýrslum og
fóðurbirgðaskýrslum er aðeins 12,8 tonn eða 0,5%, þrátt fyrir að 1517 sláturgrísi
vanti upp á miðað við framleiðsluspá fyrir árið 1988.